is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17097

Titill: 
  • Mansal og félagsráðgjöf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.A. prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Viðfangsefni ritgerðarinnar er mansal og félagsráðgjöf, fjallað er um mansal, eðli þess og umfang ásamt að skoðaðir eru helstu mannréttindasáttmálar og hvað þeir fela í sér. Starf félagsráðgjafa er sérstaklega skoðað í tengslum við mansal en talið er að vinnuaðferðir þeirra og víðtæk þekking á starfsaðferðum geti nýst vel við vinnu með þolendum mansals. Áhersla félagsráðgjafa er að vinna út frá heildarsýn og því er starfsstéttin vel að því komin að vinna í þessum málaflokki sem fer sífellt stækkandi. Markmið ritgerðarinnar er að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: hvert er umfang mansals og hvernig tengist félagsráðgjöf þessum málaflokki? Hver er aðkoma félagsráðgjafa í mansalsmálum, hvernig hefur vinna með mansalsþolendum verið á Íslandi? Leitast var eftir að svara þessum spurningum með því að notast við útgefið efni, bækur og skýrslur, bæði erlendar og íslenskar heimildir. Þar sem lítið er um heimildir um mansal á Íslandi var tekið upplýsingaviðtal við Þórunni Þórarinsdóttur starfsmann Kristínarhúss til að fá dýpri innsýn í málaflokkinn.

Samþykkt: 
  • 10.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17097


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Silja Rún Reynisdóttir.pdf498.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna