is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17099

Titill: 
  • Félagsleg staða sakhæfra ungmena á aldrinum 15 til 18 ára: Réttarkerfið og meðferðarúrræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Töluverð aukning hefur verið á ofbeldi og afbrotum ungmenna á undanförnum árum. Leitast hefur verið við með ýmsum ráðum að draga úr afbrothegðun ungmenna og beina þeim á rétta braut í lífinu. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða félagslega stöðu sakhæfra ungmenna á aldrinum 15 til 18 ára. Einnig verður leitast við að skoða hvernig réttarkerfið meðhöndlar þessa einstaklinga og hvaða meðferðarúrræði eru í boði fyrir þessi ungmenni. Rannsóknir hafa sýnt fram á að samverustundir foreldra og barna geta skipt töluverðu máli þegar kemur að frávikshegðun. Börn sem búa við aga og eftirlit eru síður líkleg til að sýna af sér slíka hegðun. Fjölmargar kenningar hafa verið settar fram til að skýra hvers vegna ungmenni leiðast út í afbrot og hafa þær sýnt fram á að fjölskyldan og jafningjahópurinn skipta töluverði máli þegar kemur að ofbeldis og afbrotahegðun ungmenna. Niðurstöður mínar eru að nauðsynlegt sé að mæta þörf sakhæfra ungmenna og leitast við að samhæfa þjónustu og meðferðarúrræði fyrir þessa einstaklinga. Hægt væri að fjölga meðferðarúrræðum og auka eftirfylgni og reyna þannig að koma í veg fyrir að ungmenni leiðist aftur út í afbrot. Samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem lögfestur var hér á landi í ársbyrjun 2013 er ekki heimilt að vista ungmenni, sem þurfa að sæta fangelsisvistun, meðal fullorðinna fanga. Þetta hefur haft í för með sér vangaveltur um hvernig best sé að leysa það vandamál þar sem ekkert unglingafangelsi er starfrækt hérlendis. Stjórnvöldum ber að finna viðeigandi úrræði fyrir þennan hóp ungmenna.

Samþykkt: 
  • 10.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17099


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Félagsleg staða sakhæfra ungmenna á aldrinum 15 til 18 ára-Réttarkerfið og meðferðarúrræði .pdf661.55 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna