is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/170

Titill: 
  • Valdefling og öldrun : rannsókn á stöðu valdeflingar meðal aldraðra sem búa í heimahúsum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna stöðu valdeflingar meðal aldraðra einstaklinga sem búa í heimahúsum í þéttbýli og dreifbýli. Rannsóknin er hluti af stærri faraldsfræðilegri rannsókn sem kallast ,,Heilsutengdir hagir eldra fólks í dreifbýli og þéttbýli“. Eftirfarandi rannsóknarspurningar voru settar fram: Hvernig er staða valdeflingar hjá öldruðum sem búa í heimahúsum? Hvernig eru tengslin milli valdeflingar hjá öldruðum og eftirfarandi bakgrunnsbreyta: kyns, aldurs, búsetu, nægra ráðstöfunartekna, ástundunar líkamsþjálfunar, þátttöku í tómstundaiðju, að aka sjálf/ur, að búa ein/n, fjölda sjúkdómsflokka og notkunar gönguhjálpartækja? Megindleg rannsóknaraðferð var notuð við framkvæmd rannsóknarinnar og niðurstöður settar fram með lýsandi tölfræði. Þátttakendur rannsóknarinnar voru 185 einstaklingar á aldrinum 65 ára til 88 ára sem bjuggu í heimahúsum. Af þeim voru 97 karlar og 88 konur. Annars vegar komu þátttakendur frá einum þéttbýliskjarna og hins vegar frá einu dreifbýlissvæði á Norðurlandi. Landssvæðin voru valin með hentugleika í huga en þátttakendur innan landssvæða með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Spurningalistar voru fylltir út af rannsakendum sem lásu upp allar spurningar og svarmöguleika fyrir þátttakendur. Heildarsvarhlutfall rannsóknarinnar var 78,4%. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að einstaklingar, 65 ára og eldri, sem búa í heimahúsum upplifi mikla valdeflingu. Marktækur munur kom fram milli dreifbýlis og þéttbýlis þar sem aldraðir í þéttbýli upplifa meiri valdeflingu en þeir sem búa í dreifbýli. Aldraðir einstaklingar sem búa heima virðast kraft– og atkvæðamikill hópur sem þarf að skoða nánar með tilliti til uppbyggingar á þjónustu við hann í framtíðinni.
    Lykilhugtök: Iðjuþjálfun, valdefling, öldrun, skjólstæðingsmiðuð nálgun, þjónusta.

Samþykkt: 
  • 1.1.2005
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/170


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
valdefling.pdf7.73 MBOpinnValdefling og öldrun - heildPDFSkoða/Opna
valdefling-e.pdf88.8 kBOpinnValdefling og öldrun - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
valdefling-u.pdf68.56 kBOpinnValdefling og öldrun - útdrátturPDFSkoða/Opna