is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17108

Titill: 
  • Íslenskur saltfiskur á Spáni. Vörumerkjarýni
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Íslendingar hafa verkað og flutt út saltfisk allt frá því á 18. öld. Frá upphafi hefur Spánn verið meðal allra mikilvægustu markaðssvæða fyrir íslenskan saltfisk. Samdráttur hefur verið í sölunni til Spánar á síðustu árum og áratugum og er skýringanna m.a. að leita í breyttum neysluvenjum og minni kaupmætti neytenda.

    - Í þessu meistaraverkefni er gerð þrískipt rannsókn. Í fyrsta lagi er aflað upplýsinga meðal sex útflytjenda á íslenskum saltfiski til Spánar um markaðstefnu og skilgreiningu þeirra á keppinautum. Í öðru lagi er gerð innri vörumerkjarýni þar sem kannað er hvernig sömu útflytjendur hafa beitt verkfærum stefnumiðaðrar vörumerkjastjórnunar. Þriðji og síðasti hlutinn felst síðan í ytri vörumerkjarýni þar sem gerð er könnun meðal neytenda á Spáni, annars vegar um vitund og ímynd íslensks saltfisks og helstu keppinauta hans og hins vegar um atferli þeirra.
    - Helstu niðurstöður rannsóknar höfundar eru þær að markaðsstefna útflytjenda á saltfiski til Spánar er mjög óskýr og þeir beita hugmynda- og aðferðafræði stefnumiðaðrar vörumerkjastjórnunar að mjög takmörkuðu leyti. Ytri rýnin bendir m.a. til þess að vitund og ímynd íslensks saltfisks á Spáni sé mismunandi eftir því á hvaða aldri neytendurnir eru og hverjar tekjur þeirra eru.

    - Meðal þess sem höfundur leggur til í verkefninu er að stjórnendur vörumerkja íslensks saltfisks velji markhóp sinn í samræmi við niðurstöður ytri rýninnar. Þá er lögð til endurstaðfærsla fyrir íslenskan saltfisk á Spáni þar sem bæði er lögð áhersla á vörutengda og vörumerkistengda þætti. Auk þess er lagt til að stjórnendurnir taki upp hugmynda- og aðferðafræði stefnumiðaðrar vörumerkjastjórnunar.
    Vörumerkjastjórnun

Athugasemdir: 
  • Samþykkt af deild að hafa aðgang lokaðan í þrjú ár.
Samþykkt: 
  • 10.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17108


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS verkefni - Saltfiskur á Spáni - Kristinn A.pdf1.11 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna