is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17112

Titill: 
  • Nýting samfélagsneta - nauðsyn eða nytleysi? Rannsókn á notkun samfélagsneta við markaðsfærslu íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Heimurinn er að breytast og markaðsfræðin þar með. Tilkoma netsins og framþróun þess, síðastliðinn rúman áratug eða tvo hefur gert það að verkum að notkun þess er nú ekki spurning heldur nauðsyn fyrir fyrirtæki til að taka þátt og vera hluti af leiknum.
    Markmið þessarar rannsóknar var að meta hvort íslensk ferðaþjónustufyrirtæki séu að starfa eins og fræðin, sem liggja fyrir varðandi nýtingu samfélagsnet við markaðsfærslu, segja til um að best sé að standa að slíkri nýtingu. Bæði var horft til fyrirtækjanna sjálfra, hvernig þau telja notkun sinni á samfélagsnetum háttað. Einnig var horft til neytenda og hversu vel þeir telja fyrirtækin vera að standa sig og hversu mikilvæga þeir telja einstaka þætti sem sögð eru mikilvæg í fræðunum. Í fræðunum er lagt til að fyrirtæki eigi að nýta sér eiginleika umtals og hins nýja netumtals til þess að standa sig vel. Einnig þykir mikilvægt að fyrirtækin stuðli að gagnkvæmum samskiptum og haldi utan um þau samskipti. Fyrirtækin þurfa einnig að halda vel utan um þær upplýsingar sem þau afla um neytendur til að stuðla að góðu langtímasambandi, byggðu á trausti, sem kemur þeim og neytendum til góða.
    Sendir voru út spurningalistar til fyrirtækja og neytenda sem innihéldu fullyrðingar sem þátttakendur áttu að svara á 7 punkta Likert skala. Markmið listanna var að meta hvort fyrirtækin væru að stunda markaðsfærslu á samfélagsnetum í samræmi við fræðin, hvort neytendur væru sammála því sem fyrirtækin héldu fram og jafnframt um hvernig neytendur mætu mikilvægi einstakra þátta.
    Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að íslensk ferðaþjónustufyrirtæki séu að standa sig ágætlega í notkun samfélagsneta við markaðsfærslu, bæði að eigin mati sem og að mati neytenda. Þó ber ýmislegt á milli og greinilegt að lengi má gott bæta og er nauðsynlegt fyrir fyrirtækin að gera enn betur á öllum vígstöðvum. Það virðist skipta töluverðu máli hvort fyrirtæki hafi á að skipa markaðsdeild. Fyrirtækin þurfa að vera duglegri að taka þátt í umræðum um sig sjálf, sama hvort hún er neikvæð eða jákvæð. Fyrirtækin þurfa að leita eftir skoðunum neytenda í auknu mæli og nýta þær upplýsingar við vöruþróun. Að lokum þurfa fyrirtækin að upplýsa neytendur betur um þá vöru eða þjónustu sem þau bjóða upp í gegnum samfélagsnetin.

Samþykkt: 
  • 10.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17112


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gunnar Freyr Róbertsson.pdf888.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna