is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17120

Titill: 
  • „Guð minn, Guð minn! Hví hefur þú yfirgefið mig?“ Áhrif Davíðssálma á Passíusálma Hallgríms Péturssonar, einkanlega í ljósi píslarsögunnar og sálms 22
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin er unnin út frá áhrifasögu, nýrri áherslu og aðferð í biblíufræðum. Hún byggir á ákveðinni hugmyndafræði, heimspeki og túlkunarfræði. Áhrifasagan tengist sköpun og listum, rannsókn á fjölbreytilegri notkun, túlkun og áhrifum Biblíunnar á flestum sviðum mannlegs lífs. Í verkinu er kannað hvernig áhrifasagan vinnur innan bóka Biblíunnar, þ.e. hvernig einn texti hefur áhrif á annan, og hvernig textar ritningarinnar hafa haft áhrif á líf, listir og menningu.
    Meginverkefni ritgerðarinnar er að rannsaka áhrif Davíðssálma á píslarsögu Nýja testamentisins og þá í ljósi þess að Hallgrímur Pétursson orti Passíusálmana út frá píslarsögunni. Sálmur 22, sem óhætt er að fullyrða að sé einn þekktasti harmsálmur sálmasafnsins, gegnir lykilhlutverki í þessari rannsókn og verður því skoðaður sérstaklega.
    Passíusálmarnir komu fyrst út árið 1666 og hafa síðan margoft verið gefnir út að nýju. Passíusálmarnir hafa sérstakan sess á meðal þjóðarinnar og er áhrifasaga þeirra mikil.
    Í ritgerðinni er leitast við að sýna fram á það með rökum áhrifasögunnar að Hallgrími hafi verið vel kunnugt um að ákveðnir textar píslarsögunnar áttu rætur í sálmunum. Þannig eru leidd rök að því að Passíusálmar Hallgríms Péturssonar séu að hluta til byggðir á Davíðssálmum og séu um leið kröftugur vitnisburður um áhrifasögu þeirra.

  • Útdráttur er á ensku

    The paper is derived from the field of history of influence, wich includes new focus and method in biblical studies. History of influence is based on a certain ideology, philosophy and hermeneutics and Biblical influences in every field regarding the human life. In this work it is explored how history of influence works within the Bible, which means how each text can influence other texts and how the texts of the Scripture affect, art and culture.
    The main task is to study the effects of the Psalms on the passion story of the New Testament, based on the fact that Hallgrímur Petursson composed his Passion Hymns from the influence of the Passion of Christ.
    Psalm 22, which is without a doubt one of the best known psalm of lament, plays a key role in this study and will therefor get a special review. The Passion Hymns were first released in 1666 and have been repeatedly republished. The Passion Hymns have a special place among the nation and a great influence on religion, litterature and culture.
    In this essay the effort is to demonstrate the history of influence by using an arguement that Petursson was well aware that certain texts in the Passion of Christ had their roots in the Psalms. That is the argument, by good reason, that his Passion Hymns are partly based on the influence of the history of Psalms and that they demonstrate at the same time how powerful the influence history of the psalms is.

Samþykkt: 
  • 13.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17120


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fritz Már.pdf1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna