is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17121

Titill: 
  • Sjö plús einn. Rannsókn á ólíkum birtingarformum meðvirkni
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð byggir á eigindlegri rannsókn á birtingarformum meðvirkni hjá sjö einstaklingum sem áður hafa verið í viðtölum hjá mér vegna fíkni- og meðvirknivandamála. Leitast er við að varpa ljósi á hvað meðvirkni er, orsakir hennar, áhrif hennar á líf fólks og hvernig brugðist er við henni. Sérstök áhersla er lögð á að kanna tengslin á milli bata frá meðvirkni og persónu- og trúarþroska.
    Kenningar um trúarþroska og meðvirkni lágu til grundvallar við greiningu tilfella. Einnig var litið til þess hvort að þátttakendur rannsóknarinnar störfuðu með fólk og þá hvort þeir teldu meðvirknivinnu sína mikilvæga í því samhengi. Von mín er sú að þessi ritgerð verði framlag til nýrrar þekkingar, um mikilvægi þess að auka vitneskju um þessi mál, á meðal fólks sem vinnur innan kirkna og annarra stofnana, sem starfa við að annast aðra og gæta að velferð þeirra.
    Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er eftirfarandi: Hvernig hafa skjólstæðingar mínir unnið með meðvirkni sína og hvernig tengist sú úrvinnsla kenningum um persónu- og trúarþroska?

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis is based on qualitative study on how codependence manifests itself in seven individuals who have previously sought my counsel for their addiction and codependency issues. The purpose of this thesis is to shed light on what codependency is, what causes it, its impact on people's lives and how they react to it. Emphasis is placed on examining the connection between recovery from codependence and personal and faith development.

    Theories of faith development and codependency are underlying in the analysis of the cases. I also wanted to see if the participants who work with other people are conscious of that how they deal with their own codependency affects the way in which they help others with similar problems. My hope is that this thesis will contribute to a new understanding of the importance of knowledge about these issues among people that work within churches and other organizations that deal with care for others and their well being.
    The research question of the thesis is as follows: How have my clients worked with their codependence and how does that process relate to theories of personal and faith development?

Samþykkt: 
  • 13.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17121


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sjö plús einn.pdf661.14 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna