is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17128

Titill: 
  • Skipt í miðju. Handrit að ljóðabókinni „48“ og unglingasögunni „Milli landa“
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Skipt í miðju inniheldur tvö handrit, ljóðabók og unglingasögu.
    Ljóðabókin 48 skiptist í fjóra hluta sem hver inniheldur tólf ljóðtexta sem eru allir í óbundnu máli. Flokka má all nokkra þeirra sem prósaljóð. Titillinn vísar í fjölda ljóðanna en einnig í aldur höfundar. Hann er jafnframt leikur að tölunum fjórir og átta og skapandi túlkun á þeim. Ljóðin eru persónuleg og ljóðmælandinn er ýmist lítil stelpa, eða ung kona á leið út í lífið, kona sem stundum er ekki viss en vill elska, gefa og njóta. Horft er til baka ýmist með glettni og gáska eða þrá og visku.
    Unglingasagan Milli landa er samtímasaga. Söguhetjan Hrefna er 15 ára sem flytur með móður sinni til Noregs. Mamman er í leit að betra lífi og vonast til að finna það í Noregi eins og fjöldi Íslendinga í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008. Hrefna vill hvorki flytja frá vinum sínum né frá fyrstu ástinni sem hún kynnist rétt áður en hún heldur af landi brott. Lesandi fylgir Hrefnu inn í sumarið í Noregi þar sem hún smám saman nær að aðlagast og uppgötvar að Noregur er ekki alslæmur. En sumt breytist ekki þó að flutt sé í nýtt land. Mamman vinnur jafn mikið eftir sem áður og Hrefna þarf að sjá um sig sjálf. Hún tekst á við söknuð og vinkonukrísu heima á Íslandi en kynnist líka fljótt jafnöldrum sínum í Noregi. Hún óttast að hún sé ófrísk eftir að hafa sofið hjá í fyrsta sinn en lesandi skilur við hana í sögulok þar sem hún er fullviss um að svo sé ekki.

Samþykkt: 
  • 15.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17128


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Halla Margrét Jóhannesdóttir MA janúar 2014.pdf4.39 MBLokaður til...15.01.2064HeildartextiPDF