is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17131

Titill: 
  • Sálsagnfræði. Notkun sálgreiningar í sagnfræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um tilraunir fræðimanna til að nota kenningar sálgreiningar í sagnfræðilegum rannsóknum. Samspil þessara tveggja fræðigreina hefur verið kölluð psychohistory en í þessari ritgerð verður hún kölluð sálsagnfræði. Rannsóknir af þessu tagi eru enn sem komið er lítið þekktar á Íslandi en í ritgerðinni verður leitast við að kanna möguleika á samvinnu þessara tveggja fræðigreina. Fræðigreinin sálgreining, sem á rætur sínar að rekja til kenninga Freuds, fæst við að rannsaka innri hvatir einstaklinga og undirmeðvitund þeirra og nota niðurstöðurnar til að komast að því hvers vegna einstaklingar gera yfirleitt það sem þeir gera. Vandinn er augljós en lausnin aftur á móti ekki, enda á sálgreining það til að finna svör við spurningum sem ekki er hægt að staðfesta eða færa raunverulegar sönnur á.
    Verulegur hluti ritgerðarinnar er helgaður hugmyndum Joan Wallach Scott um ósambærileika (e. incommensurability) milli sálgreiningar og sagnfræði. Scott lítur svo á að frekar ætti að leita eftir því sem greinir þær að hvorri annarri heldur en hvað þær eigi sameiginlegt. Rannsóknir á þessu máli verða skoðaðar, þar verða Lyndal Roper og Diane Purkiss sérstaklega teknar fyrir. Að lokum verður athugað hvað gæti komið í stað sálgreiningar í einhverjum tilvikum og hvort aðrar fræðigreinar geti stutt betur við sagnfræðinga í rannsóknum þeirra. Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er að ræða hvað sálgreining hafi fram að færa í sagnfræði og meta hvort og þá hvernig samvinna milli þessara greina gæti hugsanlega verið háttað. Niðurstaðan er sú að sálgreining gæti oft komið að gagni í sagnfræðilegum rannsóknum, sérstaklega þegar rannsökuð eru fyrirbæri sem tengjast sálgreiningu og gæti hún þá væntanlega gefið betri innsýn í viðfangsefnið.

Samþykkt: 
  • 15.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17131


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Dmitri Antonov - BA ritgerð í sagnfræði.pdf394.78 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna