is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17133

Titill: 
  • Augnakonfekt. Sjónrænt aðdráttarafl kvennatímarita
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Kvennatímarit hafa löngum verið litin hornauga þegar kemur að tímaritaútgáfu. Eins hafa akademískar rannsóknir er gerðar hafa verið á efni og innihaldi kvennatímarita nær einvörðungu beinst að textagreiningu sem gengur út á að innihald tímaritanna byggi á textanum einum. Undanfarna áratugi hafa fræðimenn í auknum mæli einbeitt sér að viðtalsgreiningu þar sem viðmælendur eru inntir eftir svörum er varðar upplifun þeirra og reynslu af kvennatímaritsmiðlinum. Þar á meðal er velt upp spurningunni er varðar hvernig tímaritin eru lesin og hvers konar hlutverki þau gegna í lífi fólks. Í ritgerðinni er farið í gegnum nýjustu rannsóknir sem gerðar hafa verið á kvennatímaritum en þar má nefna rannsókn Önnu Gough-Yates (2002), Joke Hermes (1995) og Britu Ytre-Arne (2011).
    Myndrænir eiginleikar tímaritanna eru oft virtir að vettugi en markmið rannsóknarinnar er að reyna að ná fram einhvers konar skilningi á mikilvægi myndrænnar miðlunar og þeirrar skynrænu reynslu sem felst í því að handleika tímaritsmiðilinn. Tímarit eru dæmi um blandaða miðlunarleið þar sem myndræn framsetning og texti vinna saman. Algengt er að lesendur líti framhjá þessum þætti og vísi jafnvel til myndmáls af tortryggni.
    Að lokum er framkvæmd viðtalsrannsókn þar sem Þóra Tómasdóttir, ritstjóri Nýs lífs, Linda Guðlaugsdóttir, yfirhönnuður tímarita hjá útgáfufélaginu Birtíngi, Jóhanna Björg Christensen, ritstjóri og grafískur hönnuður Nude Magazine og Jón Magnússon, grafískur hönnuður eru tekin tali þar sem reynt er að skera úr um hvað það er sem gerir kvennatímaritin að aðlaðandi miðli.

Samþykkt: 
  • 15.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17133


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AUGNAKONFEKT.pdf5.94 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna