is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17134

Titill: 
  • 400 ppm. Loftslagsbreytingar af mannavöldum og nauðsyn siðferðilegra lausna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Loftslagsbreytingar af mannavöldum ógna skilyrðum til lífs á Jörðinni með fordæmalausum hætti. Þær verða vegna útblásturs gróðurhúsalofttegunda frá samgöngum, landbúnaði, orkuframleiðslu og iðnaði sem hækkar smám saman hitastigið í lofthjúpi Jarðar. Loftslagsbreytingar hafa margs konar afleiðingar sem koma fram með mismunandi hætti eftir því hvar fólk er búsett á jarðarkringlunni. Þær valda bráðnun jökla og ísmassans á norður- og suðurskauti Jarðar. Þær hækka yfirborð sjávar. Þær breyta skilyrðum til landbúnaðar, valda flutningi búsvæða plantna og dýra, valda þurrkum á einu svæði en flóðum á öðru, og auðvelda útbreiðslu hættulegra sjúkdóma eins og malaríu. Loftslagsbreytingar stuðla einnig að öfgum í veðurfari, sem lýsa sér í fleiri hitabylgjum annars vegar og kuldaköstum hins vegar, krappari lægðum og ofsafengnari fellibyljum. Hitabreytingarnar valda súrnun sjávar og breyta fiskgengd í höfunum. Ríki heims hafa í rúmlega tvo áratugi reynt að ná samkomulagi um aðgerðir til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum svo að koma megi í veg fyrir hættulegar og kostnaðarsamar afleiðingar loftslagsbreytinga. Í ritgerðnnii er leitað svara við því hvort alþjóðasamningar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna leggi grundvöll að siðferðilegri nálgun á þetta flókna og mikilvæga úrlausnarefni. Spurt er hvort finna megi með samningaleiðinni réttlátar leiðir til þess að draga úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda og taka tillit til losunar þeirra frá upphafi iðnbyltingar, þar sem horfst í augu við stöðuna eins og hún er í upphafi 21. aldar og hagsmunir ófæddra kynslóða ekki fyrir borð bornir. Hugmyndin um nauðsyn sjálfbærrar þróunar er lögð til grundvallar í umfjölluninni, auk þess sem rýnt er í gildi varúðarreglu umhverfisréttarins. Umfang og flækjustig loftslagsbreytinga er skoðað í fræðilegu tilliti. Þá er borin saman siðferðileg ábyrgð einstaklinga og samfélags á loftslagsbreytingum. Að lokum er leitað svara við því hvort losun gróðurhúsalofttegunda geti til talist til mannréttinda. Í Loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru lagður grunnur að sanngjörnum leiðum til að skipta byrðunum af afleiðingum loftslagsbreytinga á milli aðildarríkja í samræmi við sögulega ábyrgð á uppruna vandans og að teknu tilliti til stöðu landa við upphaf samningaumleitana. Að þessu sögðu er þó óhætt að fullyrða að aðildarríkjum samningsins hafi mistekist að axla siðferðilega ábyrgð á því gíðarstóra og sameiginlega verkefni að komast að bindandi samkomulagi um mikinn samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, og þannig grafið undan möguleikum ófæddra kynslóða til þess að búa við sambærilegar aðstæður og finna mátti á Jörðinni við lok 20. aldar.

  • Útdráttur er á ensku

    Anthropogenic climate change threatens life on Earth as we know it and is without precedent in human history. It is caused by emissions of green house gasses from transport, industry, energy production and agriculture. These emissions have warmed the atmosphere of the Earth to a point that risks dangerous consequences for mankind. The effects of climate change on peoples differ depending on where you happen to live and whether you happen to live in a rich or a poor society. Climate change leads to melting of the polar ice masses, which induces sea level rise. It deteriorates conditions for agriculture in one place while making it better in a another. Another effect are changes and shifting of plant and animal habitats on land and in the seas, and changes in distribution patterns of serious diseases such as malaria. Lastly, climate change causes erratic and extreme weather to become more frequent which leads to damages to lives and property of an unprecedented scale. Member states of the United Nations have for more than two decades tried to negotiate legally binding measures to mitigate the effects of climate change and help states to adapt to its consequences. This thesis addresses the question whether the United Nations Framework Convention on Climate Change (UNFCCC) is an adequate foundation for finding just answers to this important and complicated topic. The notion of sustainable development is central to the thesis as well as the importance of the precautionary principle in all decisions in an ethical approach to climate change. It is argued that a fair distribution of the burdens of climate change is needed. The conclusion is that the Framework Agreement, which assumes a common but differentiated responsibility of nations, can serve as a basis for an equitable distribution of the burdens of climate change. It is, however, my opinion that the nation-states on Earth, and parties to the UNFCCC, have failed to shoulder the political and moral responsibility before them, hence the lack of tangible results in the on-going negotiations within the UN system. This in turn undermines livelihoods of generations to come.

Samþykkt: 
  • 15.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17134


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
forsida_1 ÞSv jan2014.pdf29.37 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
titilsida ÞSv jan2014.pdf6.41 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna
400 ppm. Loftslagsbreytingar af mannavöldum og nauðsyn siðferðilegra lausna..pdf924.91 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna