is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17138

Titill: 
  • „Mál kvenlíkamans eru jafn mikilvæg og landamæri ríkisins.“ Átraskanir í þremur skáldsögum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður rætt um þrjár skáldsögur sem eiga það sameiginlegt að fjalla á einhvern hátt um átraskanir. Verkin eru Mávahlátur (1995) eftir Kristínu Marju Baldursdóttur, Skaparinn (2008) eftir Guðrúnu Evu Mínervudóttur og Kýr Stalíns (Stalinin lehmät, 2003) eftir Sofi Oksanen.
    Átraskanir hafa rætur sínar í tvíhyggjukerfinu og því verða gerð skil og stuðst við skrif Susan Bordo um femínisma, vestræna menningu og líkamann. Kenningar Foucaults um valdið og enn fremur úrvinnsla þeirra út frá femínísma eru notaðar til að varpa ljósi á ögun kvenlíkamans og tengsl átraskana við þá virkni. Neikvætt viðhorf til líkamans og þess að borða birtist ekki bara í átröskunum heldur er það algengt í nútímasamfélagi. Við erum farin að líta á líkama okkar sem persónulegt verkefni einsog Susie Orbach segir, verkefni sem lífið getur jafnvel farið að snúast um. Farið verður lauslega yfir sögu sjúkdómanna, upphaf þeirra á nítjándu öld og tengsl við hugmyndir nítjándualdarmanna um kvenleika þar sem lífstykkið kemur við sögu.
    Varpað verður ljósi á hvernig átraskanirnar tengjast öðrum fyrirbærum og viðhorfum í skáldsögunum. Rýnt er í tengsl tilfinninga og áts. Neyslumenning okkar endurspeglast í sjúkdómunum. Kynlífsdúkka Guðrúnar Evu í Skaparanum fær nokkra umfjöllun út frá tengslum óvirkni hennar og hlutskipti konunnar í menningu og samfélagi.
    Síðan verður sjónum beint að tengslum kynþroska stúlkna og átröskunum. Kynþroskinn vekur mjög svo blendnar tilfinningar í verkunum, jafnvel hræðslu og skelfingu, meðal annars vegna þess sem hann merkir: Stúlka verður að konu. Kýr Stalíns og Mávahlátur fá sérstaka umfjöllun í þessu ljósi. Samtengd fyrirbæri einsog kynlíf og matur verða skoðuð. Loks verður fjallað um þau áhrif sem staða kvenpersóna í Mávahlátri og Kúm Stalíns sem ástandskonur eða ígildi þeirra hafa á sálarlíf þeirra og stöðu. Að lokum verður fjallað um móðurhlutverkið og stöðu mæðra í verkunum, sérstaklega í Kúm Stalíns. Í móðurhlutverkinu eru fólgnar ýmsar aukamerkingar sem afhjúpa hugmyndafræði um konur sem hefur bein tengsl við átraskanir.

Samþykkt: 
  • 15.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17138


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ElínBjörkMAritgerð.pdf983.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna