is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1713

Titill: 
  • Drifkraftar skipulagsbreytinga hjá byggingaverktökum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Sú mikla þróun sem hefur verið á umhverfi fyrirtækja í byggingariðnaði knýr þau til að aðlagast breyttum aðstæðum. Mikil uppsveifla á fasteignamarkaði hefur fjölgun starfsfólks í iðnaðinum verið mikil og breytt starfsemi fyrirtækja á markaðinum.
    Verkefni þetta er unnið í samstarfi við verktakafyrirtæki í byggingariðnaðinum og er tilgangurinn að skoða þær leiðir sem fyrirtæki á þeim markaði geta ráðist í til að bæta stöðu sína bæði á núverandi markaði og nýjum. Umhverfi fyrirtækjanna og þróun á markaðinum er skoðað og fyrirtækin borin saman.
    Rannsóknin sýnir að áhugi verktaka á gæðastjórnun hefur aukist og leggja Samtök Iðnaðarins sitt af mörkum með þróun á gæðakerfi fyrir félagsmenn sína. Markviss breytingastjórnun er nauðsynleg við innleiðingu á jafn viðamikilli breytingu sem gæðakerfi hefur í för með sér til að vel eigi að takast.
    Mannauðsstjórnun verktaka er ábótavant og þá aðallega hvernig staðið er að nýliðafræðslu og endurmenntun starfsmanna. Virk þekkingastjórnun er afar fátíð og því glatast mikið af þeirri þekkingu sem skapast innan fyrirtækja á markaðinum með hárri starfsmannaveltu.
    Aukning á opinberum framkvæmdum og samdráttur í einkaframkvæmdum veldur því að hið opinbera hefur úr fleiri verktökum að velja sem leiða af sér auknar kröfur og betri árangri í lækkun kostnaðar.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til júlí 2010
Samþykkt: 
  • 17.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1713


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
LOK2106_david.pdf2.45 MBOpinnDrifkraftar skipulagsbreytinga hjá byggingaverktökum - HeildPDFSkoða/Opna
LOK2106_david_Efnisyfirlit.pdf52.77 kBOpinnDrifkraftar skipulagsbreytinga hjá byggingaverktökum - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
LOK2106_david_heimildaskra.pdf91.47 kBOpinnDrifkraftar skipulagsbreytinga hjá byggingaverktökum - heimildaskráPDFSkoða/Opna