is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17143

Titill: 
  • „Lítið á Söru sem ól yður.“ Sara í Deutero-Jesaja í ljósi Genesis, rannsóknarsögunnar og nýrra viðhorfa í ritskýringu.
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Sara var ættmóðir Ísraels. Hún var eiginkona Abrahams ættföður Ísraelsþjóðarinnar og frá lífi þeirra er einkum sagt í Fyrstu Mósebók. Það sem fyrst og fremst setti mark sitt á líf Söru, og er þungamiðja í frásögn Gamla testamentisins af henni var sú staðreynd að hún var óbyrja og ól eiginmanni sínum ekki börn. En síðar gerði Guð sáttmála við Abraham og í sáttmálanum fólst að Sara myndi eignast son. Svo fór, og Sara varð ættmóðir mikillar þjóðar.
    Það er athyglisvert að þrátt fyrir hið mikla hlutverk Söru í sögu hinnar helgu þjóðar er hennar hvergi getið í Gamla testamentinu nema í Jesajaritinu (í riti Deutero-Jesaja, k. 40-66)) eða huggunarspámanninum svonefnda, sem minnist á hana í k. 51, v.2. Í riti Deutero-Jesaja er að finna fleiri skírskotanir til reynslu kvenna en víðast hvar í Gamla testamentinu. Þar er einnig að finna frjótt líkingamál sem skírskotar til reynsluheims kvenna varðandi barnsburð þar sem Guði er m.a. líkt við fæðandi konu og móður brjóstabarns. Því kemur það ekki endilega á óvart að það sé einmitt þar sem Söru er getið og ættmóðurinnar minnst með þessum hætti.
    Í þessari ritgerð er rakið hvernig sjá má með aðferðafræði kanonískrar nálgunar (e. Canonical Criticism) og greiningu á margvíslegum textatengslum bæði sameiginlegt málfar og önnur textatengsl milli ritanna tveggja eins og þau eru skráð í Biblíunni.
    Frásögnin af Abraham og Söru fellur ákaflega vel að grundvallarboðskap huggunarspámannsins um endurlausn og huggun, en ekki síður hinn sístæðu sköpun. Það er fyrst með riti D-Jesaja sem fram kemur áherslan eða jafnvel krafan um trú á einn Guð, og því fylgdi áherslan á Guð sem skapara, ekki aðeins sköpunarinnar í upphafi heldur einnig hinnar sístæðu. Eins er endurlausn útlaganna vitnisburður um, og um leið aðeins möguleg vegna þess að Guð er enn að skapa og grípa inn í örlög einstaklinga og þjóða, eins og Söru og útlaganna í Babýlon.

  • Útdráttur er á ensku

    Sarah is the first matriarch of the Bible and of Israel. She was Abraham´s wife, Israel´s patriarch and her story is found in Genesis 12-21. Sarah is the first in a line of barren women in the Old testament who through God´s power finally gives birth to að child following God´s promise to them and the covenant God makes with them.
    It is interesting that even though Sarah plays an important part in the history and founding of the nation she is mentioned nowhere in the Old testament except for the book of Deutero-Isaiah who mentions her in ch.51, v. 2. In the book of Deutero – Isaiah we find various references to women´s lifes and experiences, to giving birth and breastfeeding, and among Deutero-Isaiah´s many parental metaphors for God we find images of God as a breastfeeding mother and a woman giving birth/laboring woman. Therefore it is not a surprise to find out that it is precisely in this book of the Old testament where Sarah is mentioned and her story remembered and told again.
    This study focuses on canonical criticism and various intertextual allusions that can be found between these two books of the Old testament.
    The story of Abraham and Sarah is mentioned here and told again to the exiled people to give present significance to God´s dealings with the two of them, his promise to them and his activity of blessing them in particular. Their story suits perfectly Deutero – Isaiah´s most important and fundamental message of redemption and comfort, and of God´s constant act of creation. The belief in one God, and the concept of only one God brakes first through in the book of Deutero – Isaiah, and with that the highlighting of God as creator. The redemption and rescuing of the exiles is only possible because God is still creating and taking action in the lives of individuals and nations, like Sarah, and like the exiles in Babylon.

Samþykkt: 
  • 15.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17143


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ninna Sif Svavarsdóttir.pdf791.57 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna