ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1715

Titill

Stjórnendahandbók fyrir heilbrigðisstofnanir

Leiðbeinandi
Útdráttur

Í lokaverkefninu sem hér fylgir á eftir og lagt er fram til fullnustu B.S. gráðu við viðskiptaskor viðskipta- og raunvísindadeildar Háskólans á Akureyri er í fyrsta lagi beint sjónum að fyrirliggjandi rannsóknum fræðimanna og kenningum þeirra um þekkingarstjórnun og verkferla. Leitað var svara við því hvort forstjórar og aðrir stjórnendur innan tiltekinna rekstrareininga heilbrigðisstofnana telji að skipuleg notkun verkferla við stjórnun auki skilvirkni og árangur í rekstri ríkisstofnana. Til þess að svara spurningunni skoðaði höfundur hjá öllum ríkisreknum sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum í landinu hvaða reglur væru til er varða t.d. námsferðir, símanotkun og bílanotkun. Spurt var hvort gögn væru á aðgengilegum stað fyrir stjórnendur að ná í og hvort væru til stjórnendahandbækur. Ennfremur var skoðað hvort stjórnendahandbók væri til hjá ríkisendurskoðun eða hvort stofnunin legði upp með að skýrir verkferlar væru notaðir á meðal ríkisstofnana. Framkvæmd var megindleg könnun hjá 23 forstjórum heilbrigðgisstofnana. Könnunin var þýðiskönnun sem framkvæmd var meðal forstjóra ríkisrekinna heilbrigðisstofnana og heilsugæslustöðva í febrúar og mars 2008 og tók til aðferða þeirra við notkun verkferla og hvort væru til stjórnendahandbækur.
Alls svöruðu 18 forstjórar en það telur um 83% svarhlutfall. Einnig var framkvæmd eigindleg könnun þar sem tekið var viðtal við framkvæmdastjóra fjármála og reksturs sjúkrahússins á Akureyri, skrifstofustjóra hjá ríkisendurskoðun og deildarstjóra í Heilbrigðisráðuneytinu.
Helstu niðurstöður leiða í ljós að stjórnendahandbækur eru óvíða til eða notaðar innan heilbrigðisstofnana á Íslandi þó svo að æskilegt sé talið að svo sé. Í skýrslunni er sett fram yfirlit yfir það sem æskilegt er að um sé fjallað í stjórnendahandbók ríkisrekinna heilbrigðisstofnana. Í ljósi þessa ákvað skýrsluhöfundur að ráðast í gerð stjórnendahandbókar fyrir Heilbrigðisstofnun Austurlands til að sýna betur notagildi slíkrar handbókar og fylgja drög að henni hér með. Gerð handbókarinnar sem fylgir varð því hluti af viðfangsefni þeirra rannsóknar sem hér er gert grein fyrir.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað

Samþykkt
21.7.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaverkefni HA030754.pdf1,06MBLokaður Meginmál PDF  
Lokaverkefni heimi... .pdf103KBOpinn Heimildir PDF Skoða/Opna
Lokaverkefni utdra... .pdf69,3KBOpinn Útdráttur PDF Skoða/Opna