is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17158

Titill: 
  • Fósturbörn og afbrot
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið með rannsókninni var að varpa ljósi á afdrif barna sem hafa verið sett í varanlegt fóstur. Leitast var eftir að skoða hvort tilkynning um áhættuhegðun slíkra barna hafi borist til Barnaverndar Reykjavíkur. Þannig var metið hversu hátt hlutfall fósturbarna leiðist út í afbrot. Kannað var hvort fósturbörn eru líklegri, en börn sem barnaverndarafskipti voru af vegna alvarlegs misbrests í aðbúnaði og/eða alvarlegrar áhættuhegðunar, en fóru ekki í fóstur, til að leiðast út í afbrot. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að flestar tilkynningar sem bárust Barnavernd Reykjavíkur á þessum árum varða áhættuhegðun barnanna. Flestar tilkynningar voru vegna afbrots barns og að barn stefni eigin heilsu og þroska í hættu. Meðal fósturbarna höfðu 19% verið tilkynnt til barnaverndaryfirvalda fyrir að fremja afbrot. Hlutfallið var hærra meðal barna sem barnaverndarafskipti voru af en fóru ekki í fóstur eða 26%. Marktækur munur var á milli hópanna. Tilkynning um að barn stefni eigin heilsu og þroska í hættu bárust um 41% barna sem barnaverndarafskipti voru af en fóru ekki í fóstur, samanborið við 25% fósturbarna. Marktækur munur var á fjölda tilkynninga milli hópanna. Því er ljóst að börn sem barnaverndarafskipti hafa verið af vegna alvarlegs misbrests í aðbúnaði og/eða vegna alvarlegrar áhættuhegðunar standa verr að vígi heldur en börn sem barnaverndarafskipti hafa verið af vegna sömu þátta en hafa verið sett í varanlegt fóstur.
    The aim of the research was to shed a light on the wellbeing of children placed in permanent foster care. To investigate whether reports of risk-taking behavior by those children had been received by the Reykjavik Child Protection Services, thus estimating the proportion of foster children that commit crimes. Whether children in foster care are more likely to commit crime than children on the Child Protection Service radar due to a serious breakdown in living conditions and/or serious risk-taking behavior, but who have not been taken into care. The findings of the research show that most reports received by the Reykjavik Child Protection Services during the timeframe selected are related to children’s risk-taking behavior. Most of the reports were due to a child’s criminal activity and a child jeopardizing their own health, growth and development. Among foster children 19% had been reported to Child Protection Services for criminal activity. The proportion was higher among children that the Child Protection Services had had contact with but had not been taken into care, or 26%. A child jeopardizing their own health, growth and development was reported on 41% of the children the Child Protection Agency had had contact with but who had not been taken into care, compared to 25% of children in foster care. It demonstrates that there is a clear disadvantage among children who are on the Child Protection Service radar due to severe neglect in living conditions or serious risk-taking behavior, compared to those that have had the same contact with the services but have been taken into permanent care.

Samþykkt: 
  • 17.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17158


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerð.pdf858.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna