is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17163

Titill: 
  • „Við erum allir skriðnir út úr kápunni hans Gogols.“ Endurómur „Kápunnar“ í tveimur sögum Dostojevskíjs
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Smásagan „Kápan“ eftir rússneska rithöfundinn Nikolaj Vasíljevitsj Gogol kom út árið 1842 og er ein víðlesnasta smásaga rússneskrar bókmenntasögu. Með henni hófst það sem sumir hafa nefnt „Gogol tímabilið“ í rússneskum bókmenntum, sem einkenndist af tragíkómískri raunsæisstefnu og þjóðfélagsádeilu.
    Þremur árum síðar gaf Fjodor Mikhaílovitsj Dostojevskíj út sína fyrstu bók, smásöguna „Fátækt fólk“, en sagan minnir um margt á „Kápuna“ svo ljóst þykir að höfundurinn hafi haft hana í huga þegar sagan var skrifuð. Nokkrum árum síðar kom smásagan „Bjartar nætur“ út en þar má enn greina nokkur áhrif frá sögu Gogols.
    Í þessari ritgerð eru skoðuð áhrif „Kápunnar“ á þessar tvær sögur Dostojevskíjs. Borinn er saman frásagnarmáti sagnanna þriggja, persónusköpun og örlög sögupersónanna. Reynt er að varpa ljósi á hvernig sögurnar tvær eftir Dostojevskíj eru í raun sprottnar af sama fræi, sem Gogol sáði með „Kápunni“.
    „Kápan“ hefur verið þýdd á íslensku, en sögur Dostojevskíjs sem hér er fjallað um hafa ekki verið gefnar út á íslensku. Seinni hluti ritgerðarinnar er þýðing höfundar á hluta „Bjartra nátta“.

Samþykkt: 
  • 17.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17163


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elisabet Linda BA.pdf794.09 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna