is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17170

Titill: 
  • Siezen oder duzen? Schwierige Situationen
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Eftirfarandi ritgerð er lokaverkefni til til BA-prófs við deild erlendra tungumála í háskóla Íslands. Í ritgerðinni er fjallað um þýsku þérunina og þúunina og hvenær eigi að nota hvort ávarpsformið. Rannsóknarspurning ritgerðarinnar er: er hægt að setja fram reglur, sem óháð aðstæðum segja til um hvernig skuli velja á milli „Sie“(yður) og „du“ (þú). Reglur sem bæði gilda fyrir þá sem tala þýsku að móðurmáli, sem og þá sem læra tungumálið síðar á ævinni. Við vinnslu ritgerðarinnar var lögð könnun fyrir mismunandi þýskumælandi fólk til að sjá hvort munur væri á svörum þeirra sem tala þýsku að móðurmáli og þeirra sem hafa annað móðurmál.
    Ritgerðin uppistendur af sex köflum, á eftir inngangi er fjallað um mismunandi fræðibækur sem fjalla um ávarpsformin á mismunandi vegu. Þar á meðal er að finna orðabækur, kennslubækur, málfræðibækur og fleiri fræðirit. Í lok kaflans eru settar fram þær reglur sem mest voru áberandi og þær notaðar til samanburðar síðar í ritgerðinni. Í næsta kafla er að finna stutt yfirlit yfir mismunandi ávarpsform í rússnesku, kínversku, frönsku, íslensku og ensku. Þessi tungumál urðu fyrir valinu vegna þess að í könnuninni voru þessi tungumál algengustu móðurmál þeirra sem ekki höfðu þýsku að móðurmáli Þar næst er fjallað um vandamál þjóðverja þegar kemur að þérun, bæði er vitnað í fréttir af fjársektum í kjölfar þúunar en einnig er að finna skjámyndir af mismunandi spjallborðum á internetinu sem sýna óöryggi þjóðverja í þessum efnum. Í næsta kafla kemur rannsóknin og könnunin sem sett var fram við vinnslu ritgerðarinnar. Hún var sett fram í von um að varpa ljósi á þérunina og meðal annars bera saman þá sem tala þýsku að móðurmáli og ekki. Við úrvinnslu könnunarinar kom ýmislegt áhugavert í ljós, niðurstöður könnunarinnar sýndu að ekki reglurnar úr öðrum kafla ættu ekki alltaf við, t.d. sú regla að ef maður hættir að þéra einhvern og byrjar að þúa, þá skiptir maður vanalega ekki aftur í þérun nema í mjög fáum undantekingartilfellum. Hinsvegar kom það fram í könnuninni að þeir sem tala þýsku að móðurmáli voru margir tilbúnir til þess að skipta á milli þérunar og þúunar án nokkura vandkvæða. Í lokaorðum ritgerðarinnar kemur niðurstaða hennar fram: ekki er hægt að setja fram reglur sem undir öllum kringustæðum væri hægt að nota til að ákveða hvort ávarpsformið eigi að nota. Besta ráðið sé að spyrja viðmælenda sinn sé maður í vafa. Að lokum kemur heimildarskrá og könnunin í viðhengi.

Samþykkt: 
  • 20.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17170


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ÁRG.lokaritgerð.þýska.pdf1.68 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna