is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17172

Titill: 
  • Þegar myndbandstækið kom til Íslands: Myndbandavæðing Íslands á níunda áratugnum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Deilur um höfundarrétt og hagsmunabarátta settu svip sinn á myndbandavæðinguna á fyrri hluta níunda áratugarins. Höfundarrétthafar stóðu í deilum við þráðsjónvarpsstöðvar, myndbandaleigur og myndbandaklúbba og Félag kvikmyndahúsaeigennda leitaði aðstoðar bandarísku hagsmunasamtakanna Motion Picture Export Association (MPEA) til að liðsinna sér í baráttu sinni. Menntamálaráðuneytið kom á fót myndbandanefnd en niðurstaða hennar var að stórfelld höfundarréttarbrot ættu sér stað á myndbandamarkaðnum á Íslandi. Deilurnar snérust meðal annars um opinbera birtingu á myndböndum og opinbera dreifingu þeirra.
    Íslenski myndbandamarkaðurinn var nær algjörlega eftirlitslaus á fyrri hluta níunda áratugarins og hluti þeirra mynda sem var á boðstólnum á myndbandaleigum þótti fara yfir öll velsæmismörk. Í kjölfarið á þessu voru sett lög til höfuðs svokölluðum ofbeldiskvikmyndum en yfirfirlýst markmið laganna var að vernda börn og unglinga gegn skaðlegum áhrifum þeirra. Sú hugmynd að áhorf á myndbönd lyti öðrum félagslegum lögmálum heldur en áhorf á sjónvarpsstöðvar var einnig áhrifamikil þegar það kom að setningu laganna. Setning laganna var undir áhrifum frá svipuðum lögum sem sett höfðu verið á Norðurlöndum. Lögin höfðu í framkvæmd með sér stóraukin umsvif Kvikmyndaeftirlits ríkisins sem leiddi til þess að Kvikmyndaeftirlitið lenti í fjárhagsörðugleikum í kjölfarið.
    Félag íslenskra bókaútgefenda breytti starfsemi sinni í kjölfar dræmrar bóksölu á fyrri hluta níunda áratugarins og hóf umfangsmikla almannatengslaherferð með það að markmiði að auka jákvæða umræðu um stöðu bókarinnar á Íslandi. Myndbandstækið var ásamt öðrum raftækjum flokkað sem samkeppnisaðili í orðræðu samtakanna. Íslenski bókaiðnaðurinn sameinaðist á seinni hluta níunda áratugarins í Bókasambandi Íslands sem stóð fyrir Bókaþingi árið 1986 en á þinginu var einnig fjallað um myndbandstækið sem samkeppnisaðila. Myndbandstækið var einnig talið vera boðberi erlendra máláhrifa í ávörpum sem haldin voru á ráðstefnunni Varðveisla og efling íslenskrar tungu sem boðað var til af Sverri Hermannssyni menntamálaráðherra og svipaðar skoðanir mátti einnig finna í skrifum um ráðstefnuna.

Samþykkt: 
  • 20.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17172


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þegar myndbandstækið kom til Íslands.pdf390.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna