is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17176

Titill: 
  • Ögunarvald í íslenskum fangelsum 1780-1880.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Afstaða fólks til refsinga og framkvæmd þeirra hefur löngum þótt lýsandi fyrir þá tegund samfélags sem það býr í. Franski heimspekingurinn Michel Foucault olli straumhvörfum í sögulegri greiningu refsikerfa með bók sinni Gæslu og refsingu (fr. Surveiller et punir). Þar gerir hann grein fyrir breytingum sem orðið hafa á refsikerfinu frá 17. öld til nútímans með áherslu á tilkomu skipulagðrar fangavistar. Lýsir hann því hvernig með brotthvarfi einfaldra líkamsrefsinga varð til svokallað ögunarkerfi, sem byggir á flóknum valdatengslum sem hvíla á samspili valds og þekkingar og liggja um samfélagið allt. Kerfi þetta er að finna í hinum ýmsu stofnunum þess, fyrst í stjórn hermanna og síðar í vinnubúðum, skólum og fangelsum. Eftirlit, gæsla og innræting koma þannig í stað líkamlegrar valdbeitingar sem leiðir til að hafa stjórn á bæði einstaklingum og samfélagi þeirra. Í fyrri hluta ritgerðarinnar er þessum hugmyndum gerð ítarleg skil. Í þeim seinni er athugað hversu vel þær eiga við refsiþróun Íslands á sama tímabili. Er þar farið yfir tilkomu tugthússins við Arnarhól og rekstur þess, umbætur Magnúsar Stephensen á íslensku refsikerfi, bakslag í þeirri þróun og loks upphaf nýrrar refsistefnu á síðustu áratugum 19. aldar með tilkomu Hegningarhússins við Skólavörðustíg. Áhersla er lögð á samsvörun þessarar sögu við greiningu Foucault sem aldrei er langt undan í umfjölluninni.

Samþykkt: 
  • 20.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17176


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ögunarvald pdf.pdf501.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna