is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17186

Titill: 
  • Titill er á spænsku El Clásico: La rivalidad entre el Real Madrid y Barcelona
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.A. prófs í spænsku við Háskóla Íslands. Í því er sjónum beint að einni af vinsælustu íþróttum heims, knattspyrnu. Megin markmið lokaverkefnisins er að varpa ljósi á ríginn sem myndast hefur á milli spænsku stórliðanna Real Madrid og Barcelona.
    Í upphafi ritgerðarinnar er stutt frásögn af uppruna knattspyrnu, meðal annars með upplýsingum um gamlar boltaíþróttir sem hún er talin eiga rætur sínar að rekja til. Þar á eftir er fjallað um sögu íþróttarinnar eins og við þekkjum hana í dag og í kjölfarið er sjónum beint að knattspyrnunni á Spáni þar sem reynt er að gera grein fyrir vinsældum íþróttarinnar þar í landi. Á Spáni er að finna tvö af stærstu knattspyrnuliðum heims, Real Madrid og Barcelona. Segja má að þau, ásamt öðrum liðum í landinu, spili stórt hlutverk í lífi margra heimamanna.
    Í síðari hluta ritgerðarinnar er fjallað um hið flókna samband á milli þessara stórliða og greint er frá uppruna og sögu þess mikla rígs sem þróast hefur á milli þeirra. Þá er fjallað um pólitískar hliðar knattspyrnunar á Spáni þar sem einræðisherrann Francisco Franco kemur við sögu. Einnig eru dæmi tekin um þjóðfélagslegar hliðar íþróttarinnar og það hvernig sum knattspyrnulið hafa orðið að táknmynd fyrir ákveðna þjóðfélagshópa.
    Í lok ritgerðarinnar er fjallað um málefni sem hefur sett svartan blett á þessa vinsælu íþrótt, þ.e. ofbeldi og öfgahópa, en þar eiga aðdáendur og áhorfendur íþróttarinnar stærstan hlut að máli.

Samþykkt: 
  • 20.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17186


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA RITGERÐ.pdf353.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna