is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17204

Titill: 
  • Viðhorf íbúa 70 ára og eldri til þjónustu Fjallabyggðar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð byggir á rannsókn sem unnin var meðal allra íbúa 70 ára og eldri í sjálfstæðri búsetu í Fjallabyggð. Markmiðið með rannsókninni var að kanna viðhorf eldri íbúa til þjónustunnar sem stendur þeim til boða og þörf fyrir frekari þjónustu. Rannsóknin er unnin fyrir Rannsóknastofnun í barna- og fjölskylduvernd að beiðni Fjallabyggðar er hyggst nýta niðurstöður rannsóknarinnar til stefnumótunar í þjónustu við aldraða. Gagna var aflað með símakönnun þar sem hringt var í íbúa Fjallabyggðar sem uppfylltu ofangreind skilyrði. Spurt var um heimsendan mat, heimaþjónustu, félagsstarf aldraðra, akstursþjónustu, félag eldri borgara, heimahjúkrun, húsnæðismál og félagsleg samskipti. Einnig voru íbúar spurðir um þörf fyrir aðra þjónustu. Sérstaklega var skoðað hvort munur væri á þjónustu á milli byggðarkjarnanna, Ólafsfjarðar og Siglufjarðar.
    Niðurstöður sýna að svarendur voru almennt ánægðir með þá heimaþjónustu sem í boði var. Nokkur munur var þó á milli bæjarfélaga hvað varðar ánægju með þjónustu og félagsstarf aldraðra í þá veru að þátttakendur á Siglufirði voru mun ánægðari með þjónustuna en þeir sem bjuggu í Ólafsfirði. Þá kom fram að munur er á þeirri þjónustu sem byggðarkjarnarnir veita og lýsti það sér í meiri óánægju íbúa annars byggðarkjarnans.

  • Útdráttur er á ensku

    The thesis is based on a study done among all residents over 70 years old in independent living in Fjallabyggd. The aim of the study was to assess what the residents think about the services available to them and whether there is a need for additional services. The study was conducted for Centre For Children and Family Research (ICE-CCFR) by the request of Fjallabyggd, who intend to use the findings for policy making about services for the elderly.
    The thesis is based on a phone survey. All residents in Fjallabyggd, who met the conditions for the study were called. The questions used were related to social services offered in Fjallabyggd, such as meals on wheels, home help, social activities, driving services, elderly associations, home care, housing and social interaction. The participants in the survey were also asked about the need for additional services. A special consideration was given to differences in service between the two residential areas, Olafsfjordur and Siglufjordur.
    Participants seemed to be generally satisfied with the home help that was offered. Some differences were however found between two residential areas. Residents in Siglufjordur area were more satisfied with services and elderly social activities than residents of Olafsfjordur area. Furthermore, a difference could be seen in the services offered in the two residential areas. A dissatisfaction was found in the residential area Olafsfjordur, where people felt less service was offered.

Samþykkt: 
  • 21.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17204


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_ritgerð_-_Öldrunarþjónusta_í_Fjallabyggð_-_ í_prentun.pdf645.31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna