is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17226

Titill: 
  • Áhrif náttúrulegra áreita og vegglitar á sálfræðilega endurheimt á vinnustað
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að náttúra er betur til þess fallin að stuðla að sálfræðilegri endurheimt fólks heldur en þéttbýli. Færri rannsóknir hafa hinsvegar beint sjónum að einstaka náttúrulegum áreitum í umhverfi innandyra. Í rannsókninni verður leitast við að skoða áhrif náttúrulegra áreita og vegglitar á sálfræðilega endurheimt fólks á kaffistofu á vinnustað. Þátttakendum (N = 112) voru sýndar 4 ljósmyndir af kaffistofu með háu eða lágu hlutfalli náttúrulegra áreita og með grænum eða hvítum vegglit. Hver þátttakandi mat aðeins eina mynd á fjórum breytum; líkum á að upplifa endurheimt, fjarveru, hrifningu og dálæti. Niðurstöður sýndu að meiri líkur væru á endurheimt í kaffistofu með hærra hlutfall náttúrulegra áreita heldur en lægra. Áhrif vegglitar voru hinsvegar óræð og krefjast frekari rannsókna. Niðurstöður gefa til kynna að náttúruleg áreiti gætu stuðlað að betra vinnuumhverfi, bætt frammistöðu og líðan starfsmanna.

Samþykkt: 
  • 27.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17226


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristján Einarsson.pdf382.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna