ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1723

Titill

Vinnu- og vöruferlar á varahlutalager ITS og hermilíkan í tölvu

Útdráttur

Þetta verkefni er unnið í tengslum við varahlutalager ITS. Reksturinn hefur aukist gríðarlega undanfarin ár og hefur haft mikil áhrif á starfsemi lagersins. Biðraðir eða flöskuhálsar við vinnustöðvar eru þar þekkt vandamál. Megin tilgangur þessa verkefnis er að skoða vinnu- og vöruferla á lagernum, finna biðraðir og setja mælikvarða. Markmiðið er að finna álagspunkta svo auðveldara verði að stýra vöruflæði og mannafla. Hermilíkan verður sett upp í tölvu og skoðað verður hvort hægt sé að líkja eftir raunverulegu vöruflæði lagersins.
Eftir vinnslu þessa verkefnis liggur fyrir þó nokkuð af upplýsingum um vöruflæði lagersins. Eftir skoðun á vinnustöðvum og samtölum við starfsfólk fékkst góð lýsing á vöruflæði og vinnuferlum. Önnur gögn sem notuð voru í þessu verkefni fengust úr tölvukerfi ITS, stoð-tölvukerfi innkaupadeildar og við tímamælingar á afgreiðslutíma á völdum vinnustöðvum. Þessi gögn eru ekki fullkomlega áræðanleg en gefa góðar vísbendingar um flöskuhálsana. Mælikvarðar á biðröðum og vinnustöðvum voru fundnir, ásættanlegur biðtími var ákveðinn og frávik síðan mæld. Athugavert er að ásættanlegur biðtími náðist ekki í neinu mælanlegu tilfelli.
Samkvæmt niðurstöðum verkefnisins á að leggja áherslu á innkomu varahlutana inn á lager. Móttaka (Receiving), samþykki (Acceptance) og staðsetning á SE lager. Eftir að hafa keyrt hermilíkanið með ásættanlegum biðtíma þá voru ennþá biðraðir á þessum vinnustöðvum.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað

Samþykkt
21.7.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Efnisyfirlit.pdf182KBOpinn Efnisyfirlit PDF Skoða/Opna
Heimildaskrá.pdf183KBOpinn Heimildaskrá PDF Skoða/Opna
Lokaritgerð.pdf728KBLokaður "Vinnu- og vöruferlar á varahlutalager ITS og hermilíkan í tölvu"-heild PDF  
Útdráttur.pdf85,8KBOpinn Útdráttur PDF Skoða/Opna