is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Listaháskóli Íslands > Listkennsludeild / Department of Arts Education > Lokaritgerðir / Theses (MA, M.Art.Ed.) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17238

Titill: 
  • Tungumál, töfrar og gagnrýnin hugsun í myndmenntakennslu : ferðataskan Ugla : námsefni
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð skoðar mismunandi túlkanir fræðimanna á notkun tákna og táknrænar merkingar í listaverkum, og hvernig þau hafa verið útfærð í kennslu. Hún fjallar um gagnrýna hugsun út frá þeirri hugmynd að kenna hana í gegnum myndtúlkun og samhengið á milli gagnrýninnar og skapandi hugsunar. Rannsóknaraðferð fólst einnig í viðtölum við starfandi myndlistarkennara og í kennslu fyrir unga nemendur í gagnrýnni hugsun með því að lesa í myndir og ólík tákn. Niðurstöður rannsóknarinnar hafa nýst til að þróa námsefni í gagnrýnni hugsun sem rúmast í sérsmíðaðri ferðatösku sem ætluð er til kennslu. Námsefnið miðar að því að búa til kveikjur hjá nemendum í gegnum heim-spekilega samræðu og rýni í listaverk, veita frelsi til að vera í sínu eigin flæði og gefa þann ramma sem þarf utan um alla gagnrýna og skapandi hugsun. Ferðataskan býr til tækifæri fyrir annarskonar upplifun hjá nemendum sem gerast könnuðir, rannsaka og vinna verkefni sín út frá því sem töfrast úr töskunni.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis discusses different scholarly approaches to the use and meaning of symbols in art and how these approaches have been applied in the classroom. It discusses critical thinking from the perspective of visual analysis and interpretation, as well as the connection between critical and creative thinking. The research method was also based on interviews with working artists and teachers and my own experience teaching visual analysis and critical thinking to young students. Research results were used to develop a core curriculum in visual analysis contained in a custom-made portable suitcase that opens up to provide a visual stage for teaching. This curriculum is designed to ignite creative sparks and harness the students’ natural curiosity, provide the space needed for a creative workflow, and provide a tangible framework that fosters critical and creative thinking. The suitcase provides students with opportunities for alternative experiences. They become explorers and researchers through projects that ‘magically’ appear out of its depths.

Samþykkt: 
  • 29.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17238


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman-Lovísa Lóa - Master .pdf2.19 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna