ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1724

Titill

Móttaka nýliða, þjálfun og fræðsla hjá Kaupþing banka

Útdráttur

Mannauðsstjórnun er orðin útbreidd og áhrifamikil síðustu ár og tekur hún á þörfum og hagsmunum bæði starfsmanna og stjórnenda fyrirtækja. Skipulagning og mannauður fellur undir starfsmannastjórnun.
Það er mikil áskorun fyrir einstakling að hefja störf á nýjum vinnustað. Fyrstu dagarnir geta verið erfiðir. Meðal erfiðara verkefna sem að nýliði stendur frammi fyrir er að aðlagast menningu fyrirtækisins. Móttaka nýliða skiptir miklu máli fyrir aðlögun hans að fyrirtækinu.Ljóst er að með markvissri móttöku, kynningu og þjálfun er einstaklingar hefja störf á nýjum vinnustað má draga úr mistökum í starfi og starfsmannaveltu innan fyrirtækis. Markmið ritgerðar er að fjalla um mikilvægi hlutverks stjórnenda við móttöku nýliða og þjálfun.
Rannsóknarspurningin sem unnið er út frá er: Hvernig er staðið að móttöku nýliða, þjálfun og fræðslu í útibúum Kaupþings?
Í rannsókninni var tekið viðtal við fræðslustjóra Kaupþings til að fá nauðsynlegan skilning á viðfangsefninu og innsýn í hvernig staðan er í dag. Því næst var sendur spurningalisti til starfsmanna sem ráðnir voru inn til fyrirtækisins á árunum 2006 og 2007.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að í flestum atriðum stendur fyrirtækið sig vel þegar gerður er samanburður við fræðin. Það eru einstaka þættir sem betur mega fara, og eru tillögur til stjórnenda einkum þeir að eftirfylgni er ábótavant á nokkrum þáttum. Eins er nefnt til að tekið verði upp það form að nota gátlista til að koma í veg fyrir að mikilvæg atriði sem lúta að móttöku, þjálfun og fræðslu gleymist.
Ávinningur fyrirtækis og stjórnenda sem tileinka sér markvissa mannauðsstjórnun er meðal annars ánægðari starfsmenn, öryggi starfsmanna og tryggð þeirra við fyrirtækið.

Athugasemdir

Verkefnið er lokað

Samþykkt
22.7.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lokaritgerð ÓEE.pdf1,44MBLokaður Móttaka nýliða, þjálfun og fræðsla hjá Kaupþing banka-heild PDF