is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17242

Titill: 
  • Góð saga má aldrei gjalda sannleikans. Sagnaþulurinn Ingi Hans Jónsson frá Grundarfirði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um feril sagnaþularins Inga Hans Jónssonar frá Grundarfirði. Hún byggir á eigindlegum rannsóknum, bæði viðtali við Inga Hans og spurningaskrá sem honum var send. Ritgerðinni er skipt í þrjá meginkafla. Í fyrsta kafla er fjallað um sagnahefð og hlutverk sagnafólks í samfélaginu fyrr og nú. Í öðrum kafla er fjallað um eigindlegar rannsóknaraðferðir, sem þessi ritgerð byggir á. Þriðji og seinasti kaflinn, sem jafnframt er viðamestur, fjallar um feril Inga Hans í misgrófum dráttum frá upphafi til dagsins í dag. Ingi Hans Jónson er 58 ára gamall og sjálfur segir hann að hans ferill í sagnaflutningi hafi byrjað þegar hann var um 10 ára aldur. Því er um að ræða hátt í 50 ára langan feril og er því af ýmsu að taka.
    Markmið rannsóknarinnar er fyrst og fremst að skoða sagnamennsku núlifandi sagnamanns/-þular í samhengi við forvera hans og skoða hefðina í kringum hana. Síðustu ár hefur þessi hefð gengið í gegnum markvissa endurreisn á fjölþjóðlegum vettvangi og verður hún tekin til skoðunar, bæði frá sjónarhóli manns sem átti og á beinan þátt í henni sem og frá fræðilegum sjónarhóli.

Samþykkt: 
  • 29.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17242


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Góð saga má aldrei gjalda sannleikans - Sagnaþulurinn Ingi Hans Jónsson frá Grundarfirði.pdf766.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna