is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1725

Titill: 
  • Markaðsfræði, internetið og fjármálafyrirtæki : unnið í samstarfi við Byr og S24
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Við hefðbundna markaðssetningu eru ytri og innri þættir sem hafa áhrif á rekstur fyrirtækja greindir. Unnin er SVÓT-greining úr þessum þáttum til að geta nýtt tækifæri og styrkleika á móti veikleikum og ógnunum. Fundnir eru markhópar og varan staðfærð með miðaðri markaðssetningu þannig að kynningarstarf og útlit vörunnar taki mið af endanlegum viðskiptavinum. Mótuð er stefna þar sem markmiðið er árangur í samkeppni, ánægðir viðskiptavinir og góður viðskiptalegur árangur.
    Markaðssetning á internetinu hefur þvert á spár aukið mikilvægi hefðbundinnar markaðssetningar og gert það með því að bæta við þá þætti sem þar er fjallað um.
    Heimasíður fjármálafyrirtækja eru í dag andlit þeirra við umheiminn og þess vegna er mikilvægt að þær gagnist viðskiptavinunum eins og þeir ætlast til.
    Niðurstaða rannsóknar, sem gerð var á gögnum frá Byr Sparisjóði og S24, sýnir að 90% tilvísana inn á heimasíður fjármálafyrirtækja eru innslegin vefföng eða vefföng sem vistuð eru sem uppáhaldssíður. Aðeins um 10% tilvísana komu frá leitarvélum, vefauglýsingum og öðrum tenglum. Tilvísanir frá leitarvélum eru um þriðjungur af því, þrátt fyrir að ekki sé verið að nota leitarvélabestun. Aukning varð á tilvísunum frá vefauglýsingum þegar auglýst voru tilboð eða þegar notaðir voru leikir þar sem hægt var að vinna verðlaun.
    Takmarkandi þáttur varðandi þessar niðurstöður er skortur á gögnum um gæðaheimsóknir og kostnaður við hverja tilvísun. Það er því sett fram sem ein af niðurstöðum skýrslunnar að rannsaka þarf hlutfall gæðaheimsókna af tilvísunum og kostnað við hverja gæðaheimsókn og hverja tilvísun.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
  • 22.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1725


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_lokaskjal_asi_freyr.pdf3.91 MBLokaðurMarkaðsfræði, internetið og fjármálafyrirtæki-heildPDF
Lokaverkefni_lokaskjalfraedilegt.pdf808.59 kBOpinnMarkaðsfræði, internetið og fjármálafyrirtæki-hlutiPDFSkoða/Opna