is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17273

Titill: 
  • Vátryggingasvik
  • Titill er á ensku Insurance Fraud
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmiðið með þessari ritgerð er tvíþætt. Annars vegar að bæta úr skorti á fræðilegri umfjöllun um vátryggingasvik hér á landi og hins vegar að kanna hvort og þá hvaða úrbóta sé þörf á íslensku réttarumhverfi með tilliti til vátryggingasvika. Í fyrri hluta ritgerðarinnar verður fjallað um hugtakið vátryggingasvik, skilgreiningu þess og heimfærslu til refsiákvæða auk umfjöllunar um helstu dóma Hæstaréttar sem fallið hafa í málum um vátryggingasvik. Enn fremur verður gerð sérstök grein fyrir einkaréttarlegri nálgun á vátryggingasvik. Í síðari hluta ritgerðarinnar verður vikið að stöðu vátryggingasvika á Íslandi með hliðsjón af afstöðu brotaþola, það er að segja íslensku vátryggingafélaganna, en sérstök könnun var gerð á viðhorfi vátryggingafélaganna til ákveðinna atriða, til að mynda hvort félögin teldu að íslenskt réttarumhverfi væri í stakk búið til að taka á vátryggingasvikum með fullnægjandi hætti. Á grundvelli niðurstaðna úr þessari könnun var ákveðið að fjalla nánar um tvö atriði, annars vegar hvort íslensk persónuverndarlöggjöf takmarki möguleika vátryggingafélaganna til að berjast við vátryggingasvik og hins vegar hvort æskilegt sé að taka upp sjálfstætt vátryggingasvikaákvæði að norskri fyrirmynd upp í íslenska refsilöggjöf. Niðurstöðurnar voru meðal annars þær að lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000 kæmu ekki í veg fyrir að vátryggingafélögin gætu starfrækt sameiginlegan gagnagrunn sem í yrðu skráðar upplýsingar um aðila sem staðnir hefðu verið að eða grunaðir um vátryggingasvik eða tilraun til slíkra svika. Nokkrir fyrirvarar voru þó gerðir við þessa niðurstöðu, þar á meðal að einungis fengist heimild til starfrækslu gagnagrunnsins ef hægt væri að sýna fram á brýna almannahagsmuni. Af öðrum niðurstöðum má nefna að rétt væri að taka upp sjálfstætt vátryggingasvikaákvæði að norskri fyrirmynd upp í íslenska refsilöggjöf þar sem slík ráðstöfun myndi vafalítið bæta sönnunarstöðuna í vátryggingasvikamálum.

  • Útdráttur er á ensku

    The objective of this thesis can be divided into two parts. On the one hand, an attempt is made to provide a good overview and enhance the limited academic discussion about insurance fraud in Iceland. On the other hand, an attempt is made to find out whether any change must be made to the Icelandic legal system in regards to preventing insurance fraud. In the first half of the thesis the term insurance fraud is defined and a discussion put forward regarding to what extent the term is applied in Icelandic criminal law. A detailed analysis is also given on how the Icelandic Supreme Court has dealt with insurance fraud in a number of cases. Furthermore, a brief overview is given on how Icelandic civil law tackles insurance fraud. In the second half of the thesis, the question of whether the Icelandic legal system is capable of dealing with insurance fraud in a succesful manner is put forth and discussed. The discussion in the second part is based on research that the author of this thesis did where all the major Icelandic insurance companies were contacted and questioned about their experience of insurance fraud in the Icelandic context. For example whether the Icelandic legal system was capable of dealing successfully with insurance fraud in their opinion, and if not, what changes were needed. Based on the answers given by the insurance companies, a decision was made to elaborate further on two particular issues. Firstly, whether Icelandic privacy law limited insurance companies´ options in regards to fighting insurance fraud and secondly, whether it would be of importance to incorporate a special insurance fraud clause into the Icelandic criminal law. The conclusion was that Icelandic privacy law did not prevent the possibility of a database shared between insurance companies with information about people who had either committed or tried to commit insurance fraud. However, such a database would only be legal if gross public interests were at stake. The thesis also concludes that it would be feasible to enact a special insurance fraud clause based on the Norwegian model into Icelandic criminal law. By doing so, it would become much easier to prove insurance fraud.

Samþykkt: 
  • 30.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17273


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vátryggingasvik.pdf633.49 kBLokaður til...08.02.2072HeildartextiPDF