is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17281

Titill: 
  • Líkamsskynjunarröskun: Algengi í átröskunarteymi LSH á Hvítabandi
  • Titill er á ensku How prevalent is body dysmorphic disorder in the Eating Disorders Unit at the University Hospital in Iceland?
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Líkamsskynjunarröskun (body dysmorphic disorder) er alvarleg og vangreind geðröskun sem einkennist af þráhyggju um ímyndaðan galla í útliti. Megintilgangur þessarar fyrstu rannsóknar á þessu sviði hérlendis var að athuga algengi LSR meðal einstaklinga sem sækja meðferð í átröskunarteymi geðsviðs LSH. Meðferðaraðilar lögðu fyrir klínískt greiningartæki á LSR (Body Dysmorphic Disorder Diagnostic Module). Einnig var metið hversu alvarleg einkennin voru (með mælitækinu Body Dysmorphic Disorder Modification of the YBOCS) hjá þeim þátttakendum sem náðu greiningarviðmiðum fyrir þessa geðröskun. Þátttakendur voru 24 konur (meðalaldur 25,6 ár) og náðu níu þeirra (37,5%) greiningarviðmiðum fyrir LSR. Aðeins 33% (n = 3) þeirra þátttakenda sem greindust með LSR höfðu áður fengið þá greiningu í sjúkraskrá sinni. Einkenni LSR voru að jafnaði miðlungs til alvarleg og voru þátttakendur með LSR marktækt líklegri til að greina frá sjálfsvígshugsunum og alvarlegri átröskunareinkennum. Einnig voru þeir líklegri til að hafa gengist undir lýtaaðgerð. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að LSR sé algeng og alvarleg geðröskun meðal þeirra sem leita sér þjónustu átröskunarteymis LSH, en sé að sama skapi vangreind. Takmarkanir rannsóknarinnar eru ýmsar, meðal annars lítil úrtaksstærð sem dregur úr alhæfingargildi niðurstaðna. Næsta skref í rannsóknum á LSR hérlendis er að athuga LSR í öðrum klínískum aðstæðum sem og almennu þýði. Einnig er mikilvægt að athuga hvernig fólk með LSR svarar meðferð í átröskunarteymi geðsviðs LSH og hvort þróa þurfi sérúrræði fyrir það.

Samþykkt: 
  • 31.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17281


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Líkamsskynjunarröskun-ÁG.pdf344.71 kBOpinnPDFSkoða/Opna
LSR-CANDPSYCH.pdf347.72 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna