is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17288

Titill: 
  • „Vanfær kona varð að gæta margs“. Samanburðarrannsókn á meðgönguhjátrú á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Margir virðast telja að hjátrú sé eitthvað sem sé sífellt að verða minna og minna í því upplýsingasamfélagi sem við í hinum vestræna heimi búum í. Einnig virðast margir telja að hjátrú sé fyrst og fremst eitthvað til að skemmta sér yfir, ekki eitthvað sem fólk tekur eða ætti að taka mark á í raun og veru. Engu að síður hafa vafalaust langflestar konur sem gengið hafa með barn eða börn lent í því að einhver komi upp að þeim og spái fyrir um kyn ófædda barnsins út frá lögun óléttukúlunnar. Tilgangur þessarar rannsóknar er að athuga hversu mikið af meðgönguhjátrú lifir í íslensku samfélagi nú til dags. Rannsökuð var staða meðgönguhjátrúar á Íslandi nú til dags og borin saman við meðgönguhjátrú á 20. öld á Íslandi og í nágrannalöndum. Einnig var eðli og form meðgönguhjátrúarinnar rannsakað, og leitast við að finna svör við því hvers vegna fólk er hjátrúarfullt.
    Rannsóknin byggir að miklu leyti á óprentuðum gögnum þjóðháttadeildar Þjóðminjasafns, nánar tiltekið spurningaskrá nr. 10, Barnið, fæðing og fyrsta ár, níu viðtölum sem tekið voru á árunum 2011–2013 sem og könnun sem sett var á veraldarvefinn og stóð opin í 11 daga í mars 2013. Svör heimildarmanna sýna að mikið af meðgönguhjátrú lifir enn í dag og er ekki endilega minni en hjá forfeðrum okkar þótt vissulega hafi orðið breytingar á formi hjátrúarinnar samfara samfélagsbreytingum. Í þessari ritgerð má því finna heilan heim af alls kyns húsráðum, bæði nýjum og gömlum, um það hvað ófrískar konur mega ekki borða svo barnið fæðist ekki með valbrá og hvaða kynlífsstellingar séu vænlegar til árangurs þegar par óskar sér ákveðins kyns, og er þá aðeins fátt eitt upp talið.

Samþykkt: 
  • 31.1.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17288


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meðgönguhjátrú.pdf534.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna