is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17303

Titill: 
  • Málfærni ungra barna. Réttmætisrannsókn á nýju málþroskaprófi fyrir börn
  • Titill er á ensku Language Ability of Young Children. A study of the validity of a language development test
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er greint frá réttmætisathugun sem gerð var á Málfærni ungra barna, nýju íslensku málþroskaprófi sem Heyrnar- og talmeinastöð Íslands og Námsmatsstofnun eru að vinna að. Málfærni ungra barna, hér eftir kallað MUB, er málþroskapróf ætlað fyrir börn á aldrinum 2;0 til 4;0 ára. Réttmætisrannsóknina sem ritgerðin fjallar um gerði höfundur á þeim hluta MUB sem metur málfærni yngstu barnanna, 2;0 til 2;8 ára.
    Skortur hefur verið á áreiðanlegum mælitækjum hér á landi sem meta málþroska barna. Talmeinafræðingar hafa um árabil notast við þýdd erlend próf sem, með örfáum undantekningum, hafa ekki verið stöðluð og staðfærð. Þannig hafa erlendar viðmiðunartölur oftast verið notaðar við greiningar á málþroskafrávikum barna. Viðmiðunartölur sem eru staðlaðar að íslensku þýði, eru mikilvægar í greiningarferli skjólstæðinga talmeinafræðinga og minnka líkur á að niðurstöður séu of- eða vanmetnar.
    Í ung- og smábarnavernd á Íslandi hefur um árabil verið fylgst reglubundið með þroska barna. Fyrir nokkrum árum var skimunaraldur fyrir málþroskafrávikum lækkaður úr 3 ½ ári niður í 2 ½ ár. Það veitir þeim sem vinna með málþroska barna forskot á að veita aðstoð með snemmtækri íhlutun ef þörf er á. Rannsóknir sýna fram á mikilvægi þess að bregðast snemma við frávikum í málþroska og ung börn eru oftast mjög móttækileg fyrir þjálfun og inngripum.
    Ekki hafa verið til íslensk málþroskapróf sem byggja á íslensku þýði fyrir ungan aldur en prófinu MUB er ætlað að meta hvort ung börn á ákveðnu aldursskeiði eigi í vanda með máltjáningu eða málskilning.
    Tilgangur rannsóknarinnar sem hér verður lýst var að gera réttmætisrannsókn á MUB með því að bera málskilnings- og máltjáningarhluta prófsins saman við málhluta og hreyfifærnihluta BRIGANCE þroskaskimunar. BRIGANCE þroskaskimun hefur verið notuð í nokkur ár við reglubundið þroskaeftirlit hjá ung- og smábarnavernd á Íslandi.
    Tvær tilgátur voru settar fram. Sú fyrri var að lítil sem engin fylgni væri á milli málþátta á MUB og hreyfifærnihluta á BRIGANCE. Sú seinni var að tölfræðilega marktæk fylgni væri á milli málhluta á MUB og málhluta á BRIGANCE skimuninni.
    Úrtakið í rannsókninni er hluti af stöðlunarúrtaki MUB og er börnunum skipt niður á þrjú aldursbil (2;0-2;2/2;3-2;5/2;6-2;8). Börnin í rannsóknarúrtakinu voru 50 og fór rannsóknin fram á átta leikskólum í Reykjavík. Skilyrði fyrir þátttöku voru að börnin væru á réttum aldri, eintyngd á íslensku, með góða heyrn og enga sögu um málþroskafrávik. Í rannsókninni var reiknuð dreifing heildarstiga hjá börnum í úrtaki á MUB og á málhluta og hreyfifærnihluta BRIGANCE. Einnig var fundin dreifing stiga á MUB eftir kyni og fyrir hvert aldursbil. Þá var fundin hlutfylgni milli MUB og BRIGANCE með tilliti til aldursbila og aldurs í mánuðum. Úrtakið í rannsókninni er lagskipt klasaúrtak fundið með tilviljunaraðferð. Leikskólar á höfuðborgarsvæðinu voru valdir af handahófi og börn sem féllu undir viðkomandi aldursbil og viðmið valin handahófskennt innan leikskólans af leikskólakennurum.
    Áreiðanleiki niðurstaðna á MUB var kannaður. Annars vegar áreiðanleiki innra samræmis og hins vegar áreiðanleiki aldursbila. Meðaltöl á málskilningi, máltjáningu og heildarniðurstöðu á MUB hækkuðu eftir því sem börnin urðu eldri og áreiðanleiki á öllum aldursbilum MUB var yfir 0.9. Endurprófunaráreiðanleiki MUB var skoðaður hjá átta barna úrtaki og reyndist ásættanlegur. Endurprófunaráreiðanleiki verður skoðaður betur þegar niðurstöður úr öllum aldursbilum MUB (2;0-4;0) liggja fyrir.
    Helstu niðurstöður voru þær að fylgni málskilningshluta MUB við málhluta BRIGANCE var 0.58 en við hreyfifærnihluta 0.19. Fylgni á milli máltjáningar á MUB við málhluta á BRIGANCE var 0.52 en við hreyfifærnihluta 0.29. Fylgni beggja prófhluta á MUB við málhluta BRIGANCE voru marktækar en ekki fylgni þeirra við hreyfifærnihluta BRIGANCE. Prófið greinir því vel á milli málþroska og hreyfiþroska.
    Fylgni á milli málhluta BRIGANCE og málskilnings- og máltjáningarhluta MUB reyndist töluvert hærri en fylgni á milli hreyfiþátta BRIGANCE og málþáttar MUB en þar eru ólíkar hugsmíðar bornar saman. Því er hægt að segja að niðurstöður rannsóknarinnar styðji hugsmíðarréttmæti MUB prófsins og bendi til að niðurstöður MUB greini milli málþroska og annarra sviða þroska. Niðurstöður eru í samræmi við væntingar höfundar og gefa jákvæðar vísbendingar um að framsettar tilgátur standist.

  • Útdráttur er á ensku

    Early intervention has proven effective for children with language delay. For this reason the Directorate of health changed the age of screening for language difficulties to the younger age of 2 ½ years, instead of the previous 3 ½ years screening age. Up to now, no standardized Icelandic language assessment tools have been available for these young children, but Málfærni ungra barna (or MUB) a language assessment tool that has been in development for the last few years, is meant to meet this need and provide a reliable estimation of language development. The language instruments tools that Icelandic SLPs have used in the past have mostly been translated. With one exception, these instruments have not been standardized on Icelandic population. The common practice has been to use norms based on the foreign populations. Such practice is likely to lead to systematic under- or overestimation of language development. Therefore the development and standardization of the new Icelandic language development test is important for practitioners.
    The purpose of this thesis was to investigate the validity of the MUB by comparing its results to the results of the Icelandic standardization of the BRIGANCE developmental screens. The study used the subtests that measure motor development and the subtests that measure language development. The research hypothesis was that MUB would correlate strongly with the language development part of BRIGANCE but only have a weak correlation with the BRIGANCE motor development subtest. The results were that the receptive language subtest of MUB with correlated with language development on BRIGANCE, r = 0.58 while it’s correlation with motor development was weak and nonsignificant, r = 0.19. For the expressive language subtest of MUB, the correlation with BRIGANCE language development was r = 0.52, while it’s correlation with BRIGANCE motor development was nonsignificant, r = 0.29. The primary results of strong and significant correlations for both MUB subtests with language development part on BRIGANCE while it’s correlations with the motor development part are not significant, will be valuable for the evaluation of the validity of diagnostic inference for the MUB. Internal consistency reliability for both expressive and receptive language subtests, as well as the MUB total score was  = 0.90 or higher for each age interval of the planned norming tables that participated in this study. Test-retest reliability was also investigated, although the sample was very small, the results, however, indicated a reliability of 0.90 or higher. The results have much value to specialists who will be using MUB in the future. The strong correlation between language part in BRIGANCE and MUB will be supportive of the construct validity of the MUB given that other research will similarly be positive.

Samþykkt: 
  • 5.2.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17303


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gerður Guðjónsdóttir24_1_'14-leiðrétt eintak.pdf1.2 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna