is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1730

Titill: 
  • Veiðar og markaðir leturhumars
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta fjallar um veiðar, vinnslu og markaði leturhumars í heiminum. Tilgangur verkefnisins var að reyna að gefa sem best yfirlit um það hve mikið magn er verið að veiða af leturhumri í heiminum, af hverjum, hvaða stærðir það eru og hverjir eru aðal markaðir leturhumars bæði hjá erlendum þjóðum sem og Íslendingum. Nú er verið að veiða um 80 þúsund tonn á ári af leturhumri og veiða Bretar um helming af því. En Íslendingar eru að veiða stærsta leturhumarinn miðað við þau lönd sem skoðuð voru. Einnig er skoðað hvaða aðrar humartegundir eru veiddar í heiminum og hvort einhver þeirra sé í beinni samkeppni við leturhumarinn.
    Skoðað er hvað leturhumarafurðir það eru sem Íslendingar eru að senda út og hvaða verð þeir eru að fá fyrir sínar afurðir. Einnig er fjallað stuttlega um innanlandsmarkaðinn. Mestur hluti íslenska aflans er seldur erlendis og fer þar af langstærsti hlutinn til Spánar. Sá humar er að stærstum hluta sendur út sem frosinn í skel. Þó eru framleiðendur hér á landi einnig að vinna aðrar afurðir í minna magni. Auka mætti aflaverðmæti leturhumars með því að breyta veiðiaðferðum að einhverju leyti og senda leturhumarinn lifandi á markað.

Athugasemdir: 
  • Verkefnið er lokað til júlí 2011
Samþykkt: 
  • 22.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1730


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni.pdf2.24 MBOpinnPDFSkoða/Opna