is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17311

Titill: 
  • Neytendaréttur á íslenskum raforkumarkaði og væntanleg áhrif tilskipunar 2009/72/EB
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Aðalviðfangsefni ritgerðinnar lýtur að því að gefa heildaryfirlit yfir þær reglur sem gilda um neytendavernd á íslenskum raforkumarkaði ásamt því að kanna hvort gera þurfi breytingar á íslenskum rétti ef tilskipun 2009/72/EB verður felld í samninginn um Evrópska efnahagssvæðið (EES-samningurinn). Í tilskipun 2009/72/EB eru fleiri ákvæði sem varða neytendavernd en í forvera hennar tilskipun 2003/54/EB sem var felld inn í EES- samninginn með ákvörðun sameiginlegu EES nefndarinnar, nr. 146/2005. Til að ná fram ofangreindu markmiði er leitast við að skýra gildandi lög og veita yfirsýn yfir regluverk íslenska raforkumarkaðarins á grundvelli hefðbundinnar aðferðafræði og gerð grein fyrir áhrifum EES- samningsins. Helstu niðurstöður sem ritgerðin leiddi í ljós eru þær að reglur á íslenskum raforkumarkaði eru að finna tiltölulega vítt og dreift um innlenda löggjöf. Það getur verið erfitt fyrir neytendur að gera sér fyllilega grein fyrir rétti sínum . Raforkulögin eru fáorð varðandi neytendur og reglugerðir eru ekki uppfærðar reglulega með tilliti til þeirra breytinga sem gerðar hafa verið á þeim. Ef tilskipun 2009/72/EB verður innleidd í íslenskan rétt er þörf á breytingum. Aðskilja þarf Orkustofnun frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu vegna þeirrar skyldu tilskipunarinnar um óháðan eftirlitsaðila og einnig þarf að gera breytingar á kvörtunarferli fyrir neytendur. Skilgreina verður hugtakið vanmegna kaupandi sem er sérstakt verndarúrræði fyrir þá sem minna mega sín gagnvart orkufátæktar. Einnig eru önnur atriði sem auðvelt er að útfæra með reglugerðum varðandi upplýsingagjöf.

  • Útdráttur er á ensku

    The main subject of this paper is to give an overview of rules governing consumer protection in the Icelandic electricity market as well as to examine whether changes need to be made in domestic law if directive 2009/72/EC will be implemented in the Agreement on the European Economic Area. In directive 2009/72/EC there are more provisions relating to consumer protection than in its predecessor directive 2003/54/EC which was incorporated into the EEA Agreement by EEA Joint Committee No. 146/2005. To achieve the objectives above I will seek to clarify the law and provide an overview of the regulatory Icelandic electricity market on the basis of traditional methodology and the explanation of the EEA Agreement. The main findings of the paper concerning consumer protection in the local electricity market are that the rules are relatively distributed in the national legislation. It can be difficult for consumers to make themselves fully aware of their rights. The Electricity Act and other rules regarding are not updated regularly with respect to the changes that have been made on them. If directive 2009/72/EC will be transposed into Icelandic law changes have to be made by the Icelandic government. Separate needs from the National Energy Industries and Innovation Ministry, because of the mandatory directive of independent regulators and also need to make changes to the complaint process for consumers. Define the terms vulnerable who is special protection measures for the disadvantaged against energy poverty. There are also other items that are easy to implement with regulations regarding disclosure.

Samþykkt: 
  • 6.2.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17311


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Andri-Thor-Tomasson_ML-2013.pdf778.4 kBLokaður til...31.12.2133HeildartextiPDF