is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17312

Titill: 
  • Þegar frægðin verður vörumerki að falli : vörumerki sem þróast í almenn heiti yfir vöru og missa um leið vörumerkjavernd
  • Titill er á ensku When trademarks become victims of their own success : trademark that becomes the generic name of a product and subsequently loses its trademark protection
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þótt eiganda vörumerkis takist vel til við sköpun merkis síns og nái þeim eftirsótta áfanga að vörumerkið nær rótgróinni markaðsfestu og miklum vinsældum, er óvíst að sú staða haldist til lengdar. Kaldhæðni örlaganna er sjaldan langt undan og raunveruleikinn er sá að í dag eru fjölmörg vörumerki sem eitt sitt nutu frægðar og frama orðin réttlaus, án vörumerkjaverndar og eru eins og hver önnur orð sem við notum í daglegu lífi. Í vörumerkjarétti gildir nefnilega sú regla að nái tiltekið vörumerki svo mikilli útbreiðslu að neytendur samsami vörumerkið vörunni eða þjónustunni sem það stendur fyrir á merkið á hættu að þróast úr vörumerki í það sem í ritgerð þessari verður kallað „almennt heiti“. Flest þekkjum við orð á borð við kornflex, nylon, snakk, dýnamít, jó-jó, grammafónn, trampólín, aspirín, sellófan, vaselín, prímus, insúlín og svo mætti lengi telja. Þótt ótrúlegt megi virðast eru nefnd orð allt fyrrum vörumerki sem féllu fyrir eigin frægð og tákna nú ákveðna vöru eða vörutegund. Þau þjóna ekki lengur hlutverki vörumerkis heldur fljóta um verðlaus líkt og hver önnur orð.
    Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á þetta fyrirbæri; fall frægra vörumerkja og þróun þeirra í almenn heiti. Nánar tiltekið er markmiðið að svara spurningunni: Við hvers konar aðstæður verður vörumerki að almennu heiti sem nýtur ekki vörumerkjaverndar og hvað getur eigandi vörumerkis gert til að koma í veg fyrir að það gerist? Í því skyni að leita svara við þessari spurningu verður fjallað um öll helstu álitaefni sem varða almenn heiti innan vörumerkjaréttarins. Þar sem vörumerkjaréttur er alþjóðlegur í eðli sínu verður litið til framkvæmdar um heim allan, svo sem í Bandaríkjunum, innan Evrópusambandsins, á Indlandi, í Ástralíu svo fátt eitt sé nefnt. Helstu niðurstöður eru að það er ýmislegt sem eigandi vörumerkis getur aðhafst til að sporna gegn afdrifaríku falli merkis síns og verður ítarlega gerð grein fyrir tækum forvörnum þar að lútandi. Við vinnslu ritgerðarinnar dró höfundur þá ályktun að breytinga er þörf á ríkjandi nálgun við mat almennra heita og ber þar helst að nefna að í núverandi lagaumhverfi virðist löggjafinn fremur leggja áherslu vernd hagsmuna samkeppnisaðila en hagsmuna vörumerkjaeigenda sem notið hafa ríkulegrar viðskiptavildar og þá neytendur sem ætla þeim þá velvild. Eins er ekki tekið tillit til þess hvort raunveruleg þörf sé á að hið almenna heiti sé öðrum frjálst til notkunar né er nægilega tekið mið af nútímamarkaðsumhverfi.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis seeks to shed light on trademarks that become the generic name of the product they stand for. In general, the more successful a company is in marketing a particular trademark, the more likely it is to be found the generic term of a product and therefore to make an entrance into the public domain. A trademark deemed generic loses its protected status because it has ceased to perform the functions that justified its protection, to be a source identifier. This was the case for trademarks like CORN FLAKES, THERMOS, ESCALATOR, ZIPPER, XEROX, TRAMPOLINE, VASELINE, YO-YO, PINA COLADA, WALKMAN, VINTAGE and many more. Trademarks that become famous because they introduce a product or service that is new on the market are at a greater risk to become synonyms of the product or service that they distinguish. The main conclusions are that while it appears that a trademark owner is at the mercy of the public in matter of keeping its trademark from falling to genericide, there are many preventive measures that the owner can employ. These measures are laid out in the thesis. The research was supported primarily by case law and the writings of scholars in Iceland, within the European Union and the United States. The author’s study revealed that there are some flaws in the courts’ handlings and in the government application as regards to generic trademarks. For example, that underneath the surface of the generic rationale many of the principles are currently devoid of the competitive need for a generic determination of a product and market place and economic reality is rarely analyzed.

Samþykkt: 
  • 6.2.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17312


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sif Steingrímsdóttir.pdf923.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna