is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > ML Lagadeild / Department of Law >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17314

Titill: 
  • Réttur geðsjúkra fanga til heilbrigðisþjónustu og skyldur ríkisins til að veita hana
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fangar sem glíma við geðsjúkdóma og persónuleikaraskanir hefur fjölgað í fangelsum og er vandi þeirra orðinn sýnilegri en áður. Er hér átt við fanga sem glíma við alvarlegar persónuleikaraskanir og geðsjúkdóma sem þarf að meðhöndla með meðferðum og viðeigandi lyfjagjöf. Úrræði og þjónusta fyrir þennan hóp fanga hefur verið af skornum skammti. Geðlæknaþjónusta í fangelsum er mjög takmörkuð og tímabundnar innlagnir á geðdeildir nánast útilokaðar. Þessir einstaklingar virðast ekki eiga heima á geðdeildum og fá ekki þá sérhæfðu þjónustu sem þeir þarfnast í fangelsum. Í ritgerðinni er gerð grein fyrir þeim ákævðum íslenskra laga sem fjalla um réttarstöðu fanga, þegar kemur að heilbrigðisþjónustu, með áherslu á fangelsið Litla-Hraun. Íslenskar sem og erlendar rannsóknir eru skoðaðar um málefnið og dregin upp mynd af stöðu geðsjúkra fanga. Heilbrigðisþjónusta telst til grundvallar mannréttinda og eru því mannréttindi þessara einstaklinga einnig til skoðunar og gerð grein fyrir 68. gr. stjórnarskrárinnar og 3. mgr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Ákvæðunum er sérstaklega ætlað að skírskota til frelsissviptra einstaklinga, enda meiri hætta á að einstaklingur sæti pyndingu, eða ómannúðlegri og vanvirðandi meðferð eða refsingu ef þeir eru ekki frjálsir menn.
    Þar sem ekki hefur reynt á ákvæði 68. gr. stjórnarskrárinnar fyrir dómstólum er dómaframkvæmd Mannréttindardómstóls Evrópu skoðuð, til að varpa ljósi á möguleg álitamál ef ákvæðið kæmi til kasta fyrir íslenskum dómstólum.
    Þá hafa bæði íslenskir og erlendir eftirlitsaðilar ítrekað komist að þeirri niðurstöðu að geðsjúkir fangar séu ekki að fá viðunandi geðheilbrigðisþjónust í fangelsum og þurfi á meiri og sérhæfðari þjónustu að halda.
    Að endingu eru niðurstöður ritgerðarinnar kynntar og skýrt frá mögulegum réttindabrotum.

  • Útdráttur er á ensku

    Inmates suffering from mental illnesses have increased and therefore their issues have become more visible than before. In particular, inmates suffering with serious personality disorders and mental illnesses which need to be addressed with psychotherapy and appropriate medication. Resources for these groups of inmates have been close to none existent. Psychiatric services in prisons are extremely limited and temporary psychiatric admissions are seemingly impossible. These individuals do not appear to belong at a psychiatric facility but are in need of specialized treatments. This thesis outlines the provisions of the Icelandic laws that addresses the legal rights of such inmates, in regards to healthcare, focusing on the prison Litla-Hraun. Studies, Icelandic and others, on this subject are reviewed in order to present the status of mentally ill inmates. Healthcare is a basic human right and therefore the rights of these individuals will be examined and explained, in regards to the 68th article of the Icelandic constitution and the 3rd paragraph of the European Court of Human Rights (ECHR). Specifically provisions aimed towards individuals held in captivity, who are more susceptible to torture, or other inhumane or degrading punishments while incarcerated.
    Since the 68th article of the constitution hasn’t been argued in Icelandic court the ECHR case law is studied in order to shed light on potential issues, should the provision ever come to be argued.
    Both Icelandic and foreign regulators have repeatedly come to the conclusion that inmates suffering from mental illnesses are not receiving adequate treatments and services and are in need of more specific and personalized treatments.
    In conclusion the thesis summarizes what changes, if any, are needed to be made.

Samþykkt: 
  • 6.2.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17314


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ML-ElisaMagnusdottir.pdf1.06 MBLokaður til...31.12.2032HeildartextiPDF