is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17315

Titill: 
  • Haltrað í tveimur heimum. Skilningur á fötlun og skerðingum í íslenskum þjóðsögum fyrir 1900
  • Titill er á ensku Limping in Two Worlds: The Understanding of Disability and Impairment in 19th century Icelandic Folk Legends
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Sú rannsókn sem hér fer á eftir er 60 eininga ritgerð til meistaraprófs í þjóðfræði við félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands og fjallar um skilning á fötlun og skerðingum í íslenskum sögnum. Leiðbeinandi ritgerðarinnar er Dr. Terry Gunnell, prófessor í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Stuðst er við sagnir úr fimm þjóðsagnasöfnum, en sögnum sem prentaðar voru í þessum söfnum var öllum safnað fyrir árið 1900. Spurningarnar sem lagt er upp með eru: Hvers konar skilning á fötlun og skerðingum má finna í íslenskum 19. aldar sögnum? Hvað segir þessi skilningur okkur um viðhorf fólks í garð fatlaðs fólks? Er hægt að álykta um framkomu, fordóma og staðalmyndir í tengslum við þann skilning og þau viðhorf sem fram koma í sögnunum? Geta svörin við þessum spurningum um fortíðina varpað einhverju ljósi á sams konar vangaveltur í okkar samtíma? Til að leita svara við þeim er fléttað saman kenningum tveggja fræðigreina; þjóðfræði og fötlunarfræði. Annars vegar er stuðst við hefðbundna nálgun þjóðsagnafræðinnar um sagnir sem heimild um heimsmynd þess samtíma sem segir sagnirnar og hins vegar við þá fötlunarfræðilegu nálgun að skilningur á skerðingum og fötlun verði til í menningarlegu samhengi. Samtvinnun þessara nálgana er sett fram sem kortlagning fötlunar í sögnunum. Stuðst er að nokkru leyti við orðræðugreiningu eigindlegrar aðferðafræði.
    Helstu niðurstöður eru þær að í sögnunum má sjá margbreytileika íslensks samfélags 19. aldarinnar í gegnum birtingarmyndir fötlunar þar sem þjóðtrú er meðal annars notuð til að útskýra skerðingar fatlaðs fólks. Einnig má í efninu sjá nokkra endurspeglun við staðalmyndir og ákveðnar ríkjandi hugmyndir í garð fatlaðs fólks í upphafi 21. aldar. Sá fötlunarskilningur sem virðist ríkjandi í sögnum er af yfirnáttúrulegum toga og hefur tenging fatlaðs fólks og yfirnáttúrulegra afla áhrif á stöðu fatlaðs fólks í samfélaginu og viðhorf í þeirra garð. Segja má að fatlað fólk á 19. öld haltri á mörkum tveggja heima, raunheimsins og hins yfirnáttúrulega.

Samþykkt: 
  • 6.2.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17315


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
EÞE_MA_þj.fr.pdf2.41 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna

Athugsemd: Ritgerð þessi er lokaverkefni til MA–gráðu í þjóðfræði og er birt með staðlaða Creative Commons Attribution NonCommercial leyfinu (CC BY-NC:http://creativecommons.org/licenses/by-nc/4.0/). Það þýðir að leyfilegt er að afrita verkið, fjölfalda, dreifa og aðlaga að vild, svo fremi sem það er ekki gert í hagnaðarskyni og vitnað er í á viðeigandi hátt og bæði höfundar og uppruna er getið.