is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17325

Titill: 
  • Kynjamunur á vímuefnaneyslu sprautufíkla. Upphaf, áhættuhegðun og meðferðarafdrif
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar yfirlitsgreinar var að taka saman rannsóknir á kynjamun á vímuefnaneyslu sprautufíkla. Leitast var við að svara rannsóknarspurningunni um hvort munur sé á körlum og konum hvað varðar upphaf sprautuhegðunar, áhættuhegðunina sjálfa, meðferðarafdrif, og þá í hverju sá munur felst. Þættir sem stuðla að því að þeir sem neyta vímuefna leiðast út í það að sprauta vímuefnum í æð voru fyrst skoðaðir, en forspá getur aðstoðað við forvarnarstarf og mikilvægt að greina hvort munur er milli kynja á áhættuþáttum. Næst var fjallað um rannsóknir á sprautuhegðun og afleiðingum hennar. Að lokum voru rannsóknir á kynjamun á meðferðarafdrifum teknar saman.
    Sprautuhegðun felur í sér mikla áhættu, en einstaklingar geta stofnað heilsu sinni og/eða annarra í hættu með lífshættulegum afleiðingum. Með aukinni notkun nála við vímuefnaneyslu eykst áhættan á smitsjúkdómum sem berast með sýktum nálum. Alvarlegustu smitsjúkdómarnir sem greinast í auknum mæli hjá sprautufíklum eru HIV og lifrarbólga C. Niðurstöður samantektar á rannsóknunum á sviðinu sýndi að það er kynjamunur á áhættuhegðun sprautufíkla. Í upphafi neyslunnar eru konur yngri en karlar þegar þær byrja að sprauta sig með vímuefnum. En karlar eru yfir höfuð líklegri en konur til að leiðast út í sprautufíkn. Konur fremur en karlar leyfa öðrum sprautufíklum að sprauta sig með vímuefnum og þá oftast maka og hafa þá ekki fulla stjórn á hreinlæti sprautubúnaðarins og það eykur áhættuna á smitsjúkdómum. Að lokum voru rannsóknir á kynjamun á meðferðarafdrifum teknar saman. Helstu ályktanir voru þær að áhættusöm sprautuhegðun og kynlífshegðun er kynjabundin og þörf er á að þróa forvarnir sem beinast að konum og körlum sitt í hvoru lagi.

Samþykkt: 
  • 10.2.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17325


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS lokaútgáfa 2014.pdf298.37 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna