is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17326

Titill: 
  • Líkamsræktarfíkn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Heimildaritgerð þessi fjallar um hvort óhófleg líkamsrækt geti talist sem fíkn. Áður fyrr var hugtakið fíkn tengt við óhóflega notkun vímuefna og áfengis en á undanförnum árum hefur hugtakið verið notað um annarskonar hegðun og er þá talað um atferlisfíkn. Þrátt fyrir að Greiningarhandbók Ameríska Geðlæknafélagsins nefni spilafíkn sem einu tegundina af atferlisfíkn mætti hugsanlega flokka matarfíkn, internetfíkn, tölvuleikjafíkn, spilafíkn og líkamsræktarfíkn undir hatt atferlisfíknar. Hugtakið líkamsræktarfíkn má rekja til ársins 1970 en frá því hefur skilgreining þess þróast. Rit þetta er samantekt á birtum fræðigreinum um líkamsræktarfíkn og reynt verður að fá gott yfirlit um hvað fíknin er, uppruna hennar og hvað henni býr að baki. Þó svo að hugtakið sé orðið rúmlega 40 ára gamalt þá er enn deilt um tilvist þess og ekki hefur náðst samkomulag um hvernig eigi að mæla eða rannsaka það. Farið verður yfir mismunandi mælitæki líkamsræktarfíknar, algengi og að lokum verður stuttlega fjallað um persónuleika- og lífeðlisfræðilega þætti hennar.

Samþykkt: 
  • 10.2.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17326


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Líkamsræktarfíkn. Pdf.pdf526.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna