is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17330

Titill: 
  • Titill er á ensku Effects of elevated carbon dioxide concentration and temperature on needle morphology and shoot growth in Norway spruce
  • Áhrif hækkaðs styrks koldíoxíðs og hitastigs á barrnálar rauðgrenis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    During the past 150 years the amount of CO2 in the atmosphere, [CO2], has increased severely, mostly due to an increase in the burning of fossil fuels and land-use changes. It is predicted that [CO2] will have doubled in the end of this century. Future temperature (T) is also expected to increase due to climate forcing following the increase in [CO2].
    In this experiment we studied the effect of elevation of [CO2] and T on needle morphology and shoot growth. It was made by using whole-tree chambers around mature trees. In this research the main goal was to find out what effects elevated [CO2] and T had on specific needle area (SNA), needle density, needle length and width, annual shoot length and shoot needle area at different heights in 40-year-old field-grown Norway spruce trees at the Flakaliden experimental site in northern Sweden. The present study was a part of a larger experiment examining the long-term morphological and physiological responses of the trees.
    Elevated T significantly increased SNA (P<0.04) and shoot length (P<0.02). No significant treatment effects or interactions between [CO2] and T were found for needle area density, needle density, average needle length or width. Most morphological parameters changed significantly with height in the tree.
    From the present study it can be concluded that elevated T can possibly increase needle area, through significant changes in annual shoot lengths. Elevated [CO2] is, however, not expected to have a direct effect on needle morphology or needle area of Norway spruce and no interactive changes are expected between elevated [CO2] and T. It is important to note that needle morphology changes more with height in the tree than due to changes in environmental parameters, such as temperature and CO2. When comparing different treatments, care has to be taken that needles from comparable sites within tree canopies are used.

  • Útdráttur er á ensku

    Skógar heimsins leika stórt hlutverk í kolefnishringrásinni. Undanfarin 150 ár hefur magn koldíoxíðs aukist verulega í andrúmsloftinu og er það að mestu leiti vegna gjörða mannsins, t.d. vegna aukins bruna á steingerðu kolefni (olíu og kolum) sem orkugjafa auk skógareyðingar í hitabeltinu, en spár gera ráð fyrir að styrkur koldíoxíðs í andrúmslofti muni hafa tvöfaldast í lok þessarar aldar. Við þessa aukningu er einnig gert ráð fyrir hækkuðu hitastigi á jörðinni.
    Rannsökuð voru áhrif hækkaðs styrks koldíoxíðs og hitastigs á lögun og vöxt barrnála og sprotavöxt 40 ára gamalla rauðgrenitrjáa (Picea abies) sem uxu við náttúrulegar aðstæður í Flakaliden í Norður-Svíþjóð árin 2002-2004. Meðal annars var flatarmál barrnála, lengd, breidd og þéttleika þeirra á árssprotum sem mynduðust meðan á tilrauninni stóð. Einnig var lengd árssprota mæld í mismunandi hæð í trjánum. Þessi rannsókn var hluti af stóru rannsóknarverkefni sem miðaði að því að rannsaka langtímabreytingar á vexti og lífeðlisfræðilegum viðbrögðum trjánna í framtíðar loftslagi. Rannsóknin er frábrugðin flestum eldri rannsóknum á þessu sviði. Þær hafa flestar hafa verið gerðar á rannsóknarstofum við ónáttúruleg skilyrði. Við tilraunina voru byggð loftslagsstýrð gróðurhús (e: whole-tree chambers) utan um hvert tré. Fimm meðhöndlanir voru notaðar með þrem trjám í hverri sem uxu í: a) sama koldíoxíðstyrk og hitastigi sem var í andrúmsloftinu utan gróðurhúsa, b) hækkuðu hitastigi en óbreyttum koldíoxíðstyrk, c) hækkuðum styrk koldíoxíðs en óbreyttu hitastigi, d) hækkuðum styrk koldíoxíðs og hækkuðu hitastigi. e) Einnig voru gerðar sömu mælingar á trjám utan gróðurhúsa.
    Helstu niðurstöður voru þær að hitastig jók hlutfall barrflatarmáls og barrvigtar (P<0,04; þ.e. barrið varð flatara) og ársvöxt sprota (P<0.02). Engin marktæk meðferðaráhrif eða samspil fundust á aðrar mældar breytur. Lögun barrnála breyttist marktækt með hæð í trénu.
    Af þessari rannsókn má álykta að hækkað hitastig getur mögulega gert rauðgreni kleift að mynda þéttari laufkrónur. Þetta gerist vegna þess að hver árssproti lengist og barrnálar verða flatari (hver barrnál hefur meira flatarmál). Hækkaður styrkur koldíoxíðs hefur líklegast ekki áhrif á lögun barrnála eða flatarmál þeirra á rauðgreni.
    Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að lögun barrnála er mjög breytileg eftir staðsetningu þeirra í trénu. Þetta ber að hafa í huga þegar sýnum er safnað til að kanna vöxt barrnála og þegar mismunandi meðferðir eru bornar saman.

Samþykkt: 
  • 10.2.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17330


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stefansdottir 2006 Effects of elevated CO2 and temperature on needle morphology and shoot growth in Norway spruce.pdf527.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna