is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17353

Titill: 
  • Hann eða hún: Reynsla karla og kvenna af óformlegri umönnun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsóknir hafa sýnt að óformleg umönnun er krefjandi starf sem getur haft áhrif á fjárhagslega afkomu sem og tilfinningalega og líkamlega líðan. Í þessari fræðilegu samantekt er takmarkið að skoða og bera saman reynslu karla og kvenna af því að veita óformlega umönnun. Notast var nýlegar rannsóknir úr gagnagrunnum Scopus, Google Scholar, Cinahl og Web of Knowledge.
    Í ljós kom að báðir hóparnir lýstu svipaðri reynslu þegar kom að einstökum þáttum umönnunarstarfsins. Bæði karlkyns og kvenkyns umönnunaraðilar upplifðu streitu í tengslum við umönnunarstarfið og sögðust hafa orðið fyrir tekjumissi vegna skertrar vinnuþátttöku. Aftur á móti kom fram munur á reynslu hópanna tveggja. Karlar voru hvattir til að taka að sér hlutverkið af eigin sannfæringu og skuldbindingu við skjólstæðinginn, en konur tóku að sér hlutverkið fyrir tilstilli þrýstings frá öðrum og félagslegra gilda. Karlmenn áttu mun auðveldara með að sjá jákvæðu hliðar óformlegrar umönnunar. Svo virtist vera að aðstandendur væru viljugri til að rétta fram hjálparhönd ef umönnunaraðilinn var karlkyns.
    Niðurstöðurnar voru unnar úr erlendum rannsóknum og því ekki hægt að yfirfæra þær yfir í íslenska umönnunaraðila. Fróðlegt væri að gera frekari rannsóknir á þessu viðfangsefni á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 13.2.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17353


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bs verkefni anna jakobina.pdf419.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna