is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17396

Titill: 
  • Einstaklingurinn og upplýsingasamfélagið. Aðgengi að eigin heilsufarsupplýsingum og þjónusta Tryggingastofnunar ríkisins á netinu
  • Titill er á ensku The Individual and the Information Society: Consumer Access to Own Healthe Information and Services on the Internet
Námsstig: 
  • Meistara
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Rafræn samskipta- og veftækni hefur valdið straumhvörfum og opnað nýja möguleika til aðgangs að upplýsingum og þjónustu. Rannsóknir hafa sýnt að notendur heilbrigðisþjónustu telja sig áhrifameiri, betur upplýsta og ánægðari með samskipti við þjónustuaðila þegar þeir nota gagnvirk heilsufarskerfi. Undirbúningur þróunar á rafrænum aðgangi að upplýsingum og þjónustu Tryggingastofnunar ríkisins (TR) á netinu er hafinn í beinu samhengi við stefnu íslensku ríkisstjórnarinnar um íslenskt upplýsingasamfélag og verkáætlun PARX.
    Tilgangur rannsóknarverkefnisins var að rannsaka skilning, viðhorf og óskir Íslendinga varðandi persónulegt aðgengi að eigin heilsufarsupplýsingum hjá heilbrigðis- og almannatryggingaþjónustunni og afla upplýsinga um hvaða þáttum óskað er eftir í gagnvirkri þjónustu TR á netinu. Ennfremur að kanna hvort munur sé á sjónarmiðum almennings og örorkulífeyrisþega á Íslandi hvað þessa þætti varðar.
    Gerð var lýsandi samanburðarrannsókn, póstkönnun byggð á tilviljunarvali þjóðarúrtaks. Í úrtakinu voru 1400 einstaklingar á aldrinum 16 til 67 ára, í tveim 700 manna hópum. Í hópi eitt voru örorkulífeyrisþegar sem byggja framfærslu sína á örorkulífeyri samkvæmt almannatryggingalögum á Íslandi og í hópi tvö aðrir Íslendingar með almennan rétt til almannatrygginga á Íslandi. Mælitækið samanstóð af 56 spurningum. Svörun var 34,9%. Við úrvinnslu gagna var notuð lýsandi tölfræði fyrir tíðni, meðaltöl og prósentuhlutfall og gerður samanburður með 95% öryggismörk á marktækniprófum, ásamt þáttagreiningu.
    Viðbrögð þátttakenda voru á heildina jákvæð þrátt fyrir reynsluleysi af gagnvirkri heilbrigðisþjónustu. Skilningur á rétti til aðgangs að eigin heilsufarsupplýsingum var í meðallagi (52%) og reynsla af aðgangi heilsufarsskrár lítil (12%). Örorkulífeyrisþegar voru eldri, með marktækt meiri skilning á réttindum til aðgangs (p<0,01) og jákvæðari viðhorf til áhrifa og óska um aðgang að eigin heilsufarsupplýsingum.
    Meirihluti þátttakenda lýsti jákvæðum viðhorfum og skýrum óskum um rafrænt aðgengi að eigin heilsufarsupplýsingum og þjónustu. Yfir 90% töldu sig eiga að hafa aðgang að eigin heilsufarsupplýsingum og forráðamenn eiga að hafa aðgang að upplýsingum um börn sín. Flestir þátttakenda vildu ráða hverjir hafa aðgang að þeirra heilsufarsupplýsingum (86%), sjá eigin upplýsingar (81%) og sjá hvenær réttur þeirra til bóta (81%) og afsláttarkorts (79%) væri virkur hjá TR. Jákvæð viðhorf til áhrifa af aðgangi að eigin upplýsingum tengdust mest ákvörðunum varðandi þjónustu (69-70%), vilja til að viðhalda eigin upplýsingum (66%), skilningi á eigin heilsufari (63%) og samskiptum vegna þjónustu (60%). Mikil netnotkun aðgreindi almenna notendur og yngri þátttakendur frá öðrum, þeir sýndu jákvæðari viðhorf til rafræns aðgangs að eigin heilsufarsupplýsingum og þjónustu. Marktækt fleiri almennir notendur (89%) en örorkulífeyrisþegar (73%) höfðu aðgang að netinu heima (p<0,001), aðstöðumunurinn var mikill.
    Rannsóknin er fyrsta sinnar tegundar á Íslandi, svo vitað sé. Niðurstöðurnar styðja fyrri erlendar rannsóknir, þar sem notendur heilbrigðisþjónustu álíta innleiðingu rafrænnar heilsufarsskrár góða hugmynd og telja aðgengi að eigin heilsufarsupplýsingum auðvelda samskipti vegna þjónustu og auka skilning á eigin heilsufari. Lagt er til að niðurstöðurnar, ásamt fyrirmyndum erlendra þróunarverkefna, verði nýttar við þróun og innleiðingu rafrænnar þjónustu hjá TR og persónulegs aðgangs að heilsufarsupplýsingum. Einnig er lagt til að könnuð verði sjónarmið starfsmanna heilbrigðis- og almannatryggingaþjónustunnar varðandi viðfangsefnið. Áhrif notkunar gagnvirkra heilsufarskerfa á heilsufar, lífsgæði og eftirfylgni meðferðar við íslenskar aðstæður koma til með að verða mikilvægt rannsóknarefni þegar fram líða stundir. Einnig koma áhrif á skilvirkni og hagkvæmni íslenskrar heilbrigðisþjónustu til með að gegna mikilvægu hlutverki.

  • Útdráttur er á ensku

    Electronic communication and internet technique has been revolutionary and opened up new possibilities for access to information and services. Previous research has shown that consumers using interactive health communication consider they have more influence and are better informed and more satisfied with their relationship with health care providers. The preparation of evolution of electronic access to information and services at the State Social Security Institute of Iceland (SSSI) is set on in direct context to the Icelandic policy on the Icelandic information society and the PARX project plan.
    The objective of this research project was to study the Icelandic consumers’ perceptions, attitudes and preferences regarding personal access to own health information placed at the health and insurance services and gather information regarding their preferences of interactive SSSI services on the internet. Furthermore, it was to study if the viewpoints of the public consumers and beneficiaries in Iceland were different regarding these factors.
    A descriptive study with comparison design was made by a mail survey based on a random sample of the Icelandic population. The sample included 1400 people at the age of 16 to 67 years old, divided into two groups of 700. Group one consisted of beneficiaries relying their support on compensation according to the laws of social insurance in Iceland and group two of other Icelandic people having public right to the social insurance in Iceland. The questionnaire consisted of 56 questions and the response rate was 34.9%. Descriptive statistics were used for frequency, mean and percentage and comparison made with 95% as confidence level of significance, besides a factor analysis.
    The participants’ feedback was in general positive despite scarce experiences of interactive services. Participants’ perception of their right to get access to their own health records proved to be average (52%) and few (12%) of them had experiences of seeing own records. Beneficiaries were older, they had significantly better perception of their right to get access (p<0.01) and their attitudes were more positive related to impact of access and preferences regarding access to their own health information.
    The majority of participants exposed positive attitudes and clear preferences regarding electronic access to health information and services. Over 90% thought they should have access to own health information and that parent guardians should be able to see the records of their children. Most of the participants preferred to controlling who could get access to their health information (86%), see the information (81%) and see when their right of compensation (81%) and discount in the health care and insurance system (79%) becomes active at SSSI. Positive attitudes to the impact of access were most related to decisions regarding services (69-70%), will to maintain own information (66%), understanding of own health conditions (63%) and communication owing to services (60%). Much use of the internet differentiated the public and the younger participants from the others, showing more positive attitudes to electronic access to health information and services. Significantly more of public users (89%) than beneficiaries (73%) had the internet at home (p<0.001), the difference between their facilities was great.
    This study is, as far as it is known, the first of its kind in Iceland. The results support previous research. Consumers consider it a good idea to introduce electronic health record and they say that access to own health information improves communication regarding services and supports understanding of own health conditions. It is recommended that the results of this study, alongside foreign prototypes of research projects, will be used for evolution and introduction of consumer access to own health information and electronic services at SSSI. Furthermore, research is recommended on the viewpoints of the employees at the health care and insurance services regarding the subject. Studying the impact of interactive health communication systems in Icelandic circumstances, regarding health conditions, quality of life and treatment support, will be interesting future projects. Moreover, the influence on the efficiency and the practicality within the Icelandic health care services will play a prominent part in the public life.

Styrktaraðili: 
  • Tryggingastofnun ríkisins
    Fyrirtækjasjóður RANNÍS
    B-hluta vísindasjóður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Tengd vefslóð: 
Samþykkt: 
  • 25.2.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17396


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Master-Verkefni-GydaHalldors-Oktober2005.pdf5.67 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna