is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17407

Titill: 
  • Félagshæfni barna og ungmenna
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í rannsóknarritgerð þessari eru skoðuð áhrif umhverfisins á félagshæfni barna og ungmenna. Félagshæfni er yfirgripsmikið hugtak og felur í sér þroska á ýmsum sviðum, svo sem vitsmuna- og tilfinningaþroska, siðferðiskennd, sjálfsmynd, auk þess að tengjast uppeldi, umhverfi og samfélagsgerð. Þá gegnir félagshæfni veigamiklu hlutverki í lífi barna og ungmenna.
    Rannsóknir hafa sýnt fram á mikilvægi hæfninnar þegar kemur að vináttu og samþykki á meðal félaga, hún tengist námsgengi, leiðtogahæfileikum og oft á tíðum framtíðarhorfum. Þessi atriði tengjast öll þegar kemur að félagshæfni og geta haft keðjuverkandi áhrif, því til að mynda geta erfiðleikar að eignast vini, skilað sér í skertri aðlögunarhæfni, einmannaleika og námserfiðleikum. Barn sem skortir félagshæfni, sýnir neikvæða félagslega hegðun eða er hafnað af félögum getur orðið fyrir miklum erfiðleikum, bæði í æsku og síðar á lífsleiðinni.
    Þá verða skoðaðar þær kenningar fræðimanna sem telja umhverfið spila stóran þátt í þroska og félagshæfni barna, sem og mikilvægi samskipta barna við aðra í því samhengi. Þessar kenningar snúast meðal annars um tengsl á milli barns og foreldris, uppeldishætti foreldra og samspil umhverfisþátta. Auk þess þær kenningar sem settar hafa verið fram um þroskaferil barna, þar sem umhverfi og samskipti eru talin gegna lykilhlutverki, þar með talið fyrir félagshæfni.

Samþykkt: 
  • 26.2.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17407


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð, Sigurlaug Helga.pdf754.04 kBLokaður til...31.05.2133HeildartextiPDF