is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17413

Titill: 
  • Hávaði í umhverfi barna : leikskólar og heimili
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Hávaði í umhverfi barna hefur ekki mikið verið rannsakaður hér á landi en þó er þetta viðurkennt vandamál. Börn eru meira útsettari fyrir hávaða en fullorðnir og hafa minna val um umhverfið sitt. Markmiðið með þessari ritgerð er að skoða hávaða í helsta umhverfi yngri barna, leikskólann og heimilið. Tekið verður fyrir hvernig hljóð og hávaði kemur fram á þessum stöðum og hvaða áhrif hávaði hefur á börn. Að lokum verður svo tekið saman hvaða lausnir eru tiltækar til að bæta hljóðvist. Notaðar voru skriflegar heimildir bæði af heimasíðum og úr bókum. Helstu niðurstöður voru þær að hávaði hefur áhrif á börn, ekki eingöngu á heyrn þeirra heldur einnig á líðan þeirra og þroska. Hávaði er of mikill í umhverfi barna og mikilvægt er að huga að úrbótum. Til þess að auka enn frekari skilning á þessu málefni er þörf á frekari rannsóknum hér á landi, ekki er nóg að tala um vandann, heldur þarf að leysa hann.

Samþykkt: 
  • 26.2.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17413


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skemman-ritgerdHH.pdf306.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna