is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17414

Titill: 
  • Myndasögur í skólastofunni : myndlæsi og notkunarmöguleikar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Rannsóknarritgerð þessi fjallar um myndasögur sem fjölhátta texta og myndlæsi og fjölmarga kosti sem notkun þeirra í grunnskólum hefur. Myndasögur eiga erindi í alla lestrarkennslu og eru ekki einungis nothæfar sem áhugahvati fyrir ófúsa nemendur, heldur stuðla þær einnig að myndlæsi. Rannsóknarspurningin fjallar um hvað myndlæsi er og hvaða gagn grunnskólanemendur gætu haft af því að vera leiknir í slíkum lestri. Myndlæsi er hluti af læsi í víðum skilning, þar sem nemendur tengja meðal annars saman texta og mynd. Myndlæsi er einnig hæfileikinn til að túlka, semja og móta merkingu úr upplýsingum sem birtar eru á formi mynda. Myndasögur, sem fjölhátta texti, örva fleira en eitt skilningarvit og í raun er ómögulegt að skilja myndasögu án þess að skoða táknkerfin öll: hljóðþáttinn, hið sjónræna, hreyfingu (látbragð) og rými. Heilinn vinnur myndefni hraðar en texta og geymir frekar myndefni í langtímaminninu. Í nútímasamfélagi er þörf á læsi í víðu samhengi hjá nemendum til að hjálpa þeim að skilja umhverfi sitt sem mótast mjög af fjölhátta textum. Myndasögur sem miðill bjóða svo upp á endalausa námsmöguleika í ljósi tækniþróunar og betri aðgangs að ýmsum hjálpartækjum.

Samþykkt: 
  • 26.2.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17414


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bed.HildurJonsdottir.pdf983.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna