ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Viðskipta- og raunvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1743

Titill

Áhrif Transforming Growth factor beta fjölskyldunnar á sérhæfingu stofnfruma úr fóstuvísum músa

Útdráttur

Margir telja að stofnfrumur séu framtíð læknavísindanna. Með því að rannsaka, kanna virkni og not þessara einstöku fruma er vonast til að hægt sé að sigra þær hindranir sem standa í vegi fyrir að hægt sé nota þær til lækninga. Markmið þessa verkefnis var að athuga hvaða áhrif örvun eða hindrun með vaxtarþáttum TGFβ stórfjölskyldunnar á stofnfrumur úr fósturvísum músa hefði á örlög þeirra. Frumurnar voru örvaðar á þremur misjöfnun tímapunktum, sem ósérhæfðar frumur, EB-frumukúlur og sem frumuflókar. Þegar frumurnar voru komnar á seinna stig sérhæfingar, sem frumuflókar voru sláandi svæði hjartavöðvafruma skoðuð og talin með tiliti til áhrifa frá vaxtarþáttum. Þá var RNA frumanna einangrað og genatjáning þeirra skoðuð á fyrrnefndum tímapuntum. Fyrirfram var vitað að boðleiðir innan TGFβ stórfjölskyldunnar beina stofnfrumum úr fósturvísum músa í átt að miðlagssérhæfingu. Niðurstöður tilrauna gefa til kynna að tjáning TGFβ genins hefur hvað mest áhrif á að frumurnar sérhæfast í sláandi hjartavöðvafrumur en ekki var hægt að sjá jafn bein áhrif af tjáningu PECAM-1 gensins með eða án vaxtarþátta á sérhæfingu frumanna í æðaþelsfrumur. Staðfestu niðurstöður ennfremur að BMP4 vaxtarþátturinn viðheldur stofnfrumum fósturvísa músa ósérhæfðum.

Samþykkt
22.7.2008


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Lok1126_Svala.pdf3,78MBOpinn Áhrif Transforming Growth factor beta fjölskyldunnar á sérhæfingu stofnfruma úr fósturvísum músa - Heild PDF Skoða/Opna