is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17432

Titill: 
  • Erfið hegðun nemenda : viðhorf og vinnubrögð kennara
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Meginmarkmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf kennara til erfiðrar hegðunar nemenda og hvaða aðferðum þeir beita til að takast á við hana. Kannað var umfang erfiðrar hegðunar nemenda og hvaða áhrif hún hefur á kennarann og aðra nemendur. Sérstaklega var skoðað hvort kennarar fyndu fyrir einkennum tilfinningaþrots og hvort þau tengdust erfiðri hegðun nemenda. Einnig var kannað hvaða ástæður kennarar telja vera fyrir erfiðri hegðun og að hve miklu leyti þeir nota gagnreyndar aðferðir til þess að fyrirbyggja og takast á við erfiða hegðun nemenda. Spurt var um undirbúning kennara til að takast á við erfiða hegðun og hvaðan kennarar fá stuðning til þess að takast á við hana. Gögnum var safnað með þýddum og staðfærðum spurningalista Westling (2010). Þátttakendur voru 124 umsjónarkennarar í 1.–6. bekk og sérkennarar á öllum aldursstigum úr níu skólum á höfuðborgarsvæðinu. Helstu niðurstöður sýndu að um fjórðungur nemenda sýndi erfiða hegðun að mati þátttakenda og þurftu flestir kennarar að takast á við erfiða hegðun nánast daglega eða jafnvel oft á dag. Erfið hegðun hefur neikvæð áhrif á kennara og nemendur og einn til þrír af hverjum tíu kennurum finnur fyrir einkennum tilfinningaþrots. Að mati flestra á erfið hegðun helst upptök sín á heimilinu eða í samfélaginu, er lærð og er hægt að bæta. Kennarar sem tóku þátt í rannsókninni nota helst aðferðir við að breyta aðdraganda hegðunar og aðferðir sem beinast að afleiðingum, svo sem jákvæða styrkingu. Aðeins 12% þátttakenda þótti þeir hafa fengið næga fræðslu eða þjálfun í formlegu námi til að takast á við erfiða hegðun, en um þriðjungi þótti starfstengd endurmenntun hafa búið sig undir að takast á við slíka hegðun. Að lokum kom fram að þátttakendur fengu helst stuðning frá samstarfsfólki sínu þegar tekist var á við erfiða hegðun en nokkuð sjaldnar frá sérfræðingum. Niðurstöður benda til að erfið hegðun nemenda sé umfangsmikil, hafi neikvæð áhrif á skólastarf og að þörf sé á úrbótum í fræðslu og þjálfun kennara til að takast á við erfiða hegðun nemenda.

Samþykkt: 
  • 5.3.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17432


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Snæfríður Dröfn Björgvinsdóttir.pdf1.83 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna