is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17435

Titill: 
  • Hlutverk trúarbragðafræðslu í íslensku fjölmenningarsamfélagi : viðhorf foreldra grunnskólabarna
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er sjónum beint að forsendum, mikilvægi og hlutverki trúarbragðafræðslu grunnskólans í íslensku fjölmenningarsamfélagi. Greint er frá niðurstöðum eigindlegrar viðtalsrannsóknar þar sem tekin voru hálf-opin viðtöl við sjö einstaklinga með ólíkan trúarlegan og menningarlegan bakgrunn, sem eiga það sameiginlegt að vera foreldrar íslenskra grunnskólabarna. Tilgangur og markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í viðhorf foreldra til trúaruppeldis og trúarbragðafræðslu á tímum margbreytileika. Ljá þeim, sem þátttakendum í menntunarferli barna sinna, rödd í umræðunni um stöðu, hlutverk og áherslur trúarbragðafræðslu grunnskólans. Litið var sérstaklega til fræðilegra nálgana trúar¬bragðafræðslu sem byggja á sýn fjölmenningarlegrar menntunar í þessu sambandi.
    Helstu niðurstöður benda til þess að trúarbrögðin gegni margvíslegu hlutverki í lífi foreldranna. Þær benda jafnframt til þess að foreldrarnir telji trúarbragðafræðslu skólans mikilvægan þátt í almennri menntun barna sinna. Séu hlynntir því að trúarbragðafræðsla sé skyldufag í íslenskum grunnskólum og telji það almennt jákvæða og eðlilega þróun að fella trúarbragðafræðina undir samfélagsgreinar í ljósi vaxandi fjölmenningar landsins. Foreldrarnir gerðu skýran greinarmun á trúaruppeldi og trúarbragðafræðslu og töldu hlutverk skólans snúa að fræðslu um trúarbrögð á meðan trúaruppeldi væri hlutverk foreldra og heimilis. Ennfremur lögðu þeir ríka áherslu á frelsi barna sinna til þess að taka sjálfstæða og upplýsta ákvörðun um eigin trú og lífsskoðanir og töldu trúarbragðafræðslu skólans hafa þýðingarmiklu hlutverki að gegna í því sambandi. Hvað varðar nálgun við kennslu trúarbragðanna töldu foreldrarnir mikilvægt að hún væri hlutlaus, nemendamiðuð og tæki mið af fjölhyggju. Þá létu þeir í ljós nokkrar áhyggjur af því að menntun og hæfni kennara væri almennt ekki í samræmi við þær kennslufræðilegu kröfur sem slík nálgun gerir.

  • Útdráttur er á ensku

    The role of religious education in Icelandic multicultural society: Perspectives of primary-school children parents
    The focus of this dissertation is the basis, importance and role of religious education of the public school in Icelandic multicultural society. It presents the results of a qualitative interview study where perspectives of seven individuals from different religious and cultural backgrounds, who all share the experience of being parents to pupils in Icelandic primary schools, were examined.
    The aim and purpose of the study was to gain insight into the parents views on religious nurture and religious education in times of religious diversity and plurality. Furthermore, to stress their voice as participants in their childrens‘s education in public discussion on the status, role and focus of religious education in Icelandic primary schools. In the study special attention was given to multicultural and pluralistic approaches to teaching religion.
    The main findings indicate that the parents are in favour of mandatory religious education in Icelandic primary schools and see the incorporation of religious education in social studies as a positive and natural development, reflecting growing cultural and religious diversity in Icelandic society. The parents made a clear distinction between religious nurture on the one hand and religious education on the other and separated between different roles of the school and the home in that regard. Accordingly, the role of the school is to teach about religion while religious nurture is considered the task of the family. They also stressed the individual freedom of their children to make their own informed decisions about their religious convictions and emphasized the pivotal role that the school should play in that regard. The parents supported child-centered approach to teaching religion where the body of knowledge is communicated in an objective and pluralistic fashion. However, they also expressed a concern regarding the skills and education of teachers to meet the demands of such an approach.

Samþykkt: 
  • 5.3.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17435


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Móeiður Júníusdóttir.pdf949.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna