is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Viðskipta- og raunvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1743

Titill: 
  • Áhrif Transforming Growth factor beta fjölskyldunnar á sérhæfingu stofnfruma úr fóstuvísum músa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Margir telja að stofnfrumur séu framtíð læknavísindanna. Með því að rannsaka, kanna virkni og not þessara einstöku fruma er vonast til að hægt sé að sigra þær hindranir sem standa í vegi fyrir að hægt sé nota þær til lækninga. Markmið þessa verkefnis var að athuga hvaða áhrif örvun eða hindrun með vaxtarþáttum TGFβ stórfjölskyldunnar á stofnfrumur úr fósturvísum músa hefði á örlög þeirra. Frumurnar voru örvaðar á þremur misjöfnun tímapunktum, sem ósérhæfðar frumur, EB-frumukúlur og sem frumuflókar. Þegar frumurnar voru komnar á seinna stig sérhæfingar, sem frumuflókar voru sláandi svæði hjartavöðvafruma skoðuð og talin með tiliti til áhrifa frá vaxtarþáttum. Þá var RNA frumanna einangrað og genatjáning þeirra skoðuð á fyrrnefndum tímapuntum. Fyrirfram var vitað að boðleiðir innan TGFβ stórfjölskyldunnar beina stofnfrumum úr fósturvísum músa í átt að miðlagssérhæfingu. Niðurstöður tilrauna gefa til kynna að tjáning TGFβ genins hefur hvað mest áhrif á að frumurnar sérhæfast í sláandi hjartavöðvafrumur en ekki var hægt að sjá jafn bein áhrif af tjáningu PECAM-1 gensins með eða án vaxtarþátta á sérhæfingu frumanna í æðaþelsfrumur. Staðfestu niðurstöður ennfremur að BMP4 vaxtarþátturinn viðheldur stofnfrumum fósturvísa músa ósérhæfðum.

Samþykkt: 
  • 22.7.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1743


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lok1126_Svala.pdf3.69 MBOpinnÁhrif Transforming Growth factor beta fjölskyldunnar á sérhæfingu stofnfruma úr fósturvísum músa - HeildPDFSkoða/Opna