is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/17450

Titill: 
  • „Þau þurfa að fá meira frelsi og gera það sem þau vilja gera“ : um mikilvægi þess að starfa í anda lýðræðis í leikskóla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í nýrri Aðalnámskrá fyrir leikskóla, útg. 2011, er lögð áhersla á að líta beri á leikskólann sem lýðræðislegan vettvang þar sem börn fái að vera virkir þátttakendur í öllu starfi. Hlutverk kennara er að gæta þess að öll börn fái notið sín óháð fötlun eða öðrum greiningum, einnig að breyta starfsháttum sínum á þann hátt að þau geti tekið virkan þátt í leikskólastarfinu á eigin forsendum. Tilgangur þessarar rannsóknar var tvíþættur: Að leita svara við því, á hvaða hátt kennarar geti ýtt undir þátttöku, virkni, áhuga og gleði barnanna með því að hafa lýðræði og sjónarmið þeirra að leiðarljósi. Einnig að kanna hvernig þeir geta breytt starfsháttum sínum og aðferðum í starfi sínu með börnum sem eiga erfitt með að fylgja hópnum og hafa ekki alltaf stjórn á hegðun sinni.
    Notaðar voru eigindlegar rannsóknaraðferðir. Rannsakandi tók viðtöl við kennara sem eru að þróa lýðræðislega starfshætti og leggja áherslu á að hlusta á sjónarmið barnanna. Einnig fylgdist rannsakandi með samskiptum barna og kennara á vettvangi.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að kennararnir breyttu starfsháttum sínum í átt að meira lýðræði þannig að börnin fengu að hafa meira að segja um starfið á leikskóladeildinni. Einnig breyttu kennararnir hópastarfinu á þann hátt að börnin fengu sjálf að ákveða hvaða viðfangsefni var tekið fyrir. Kennararnir gáfu börnunum meira frelsi og svigrúm til leiks og athafna. Þeir leiðbeindu þeim börnum sem ekki höfðu stjórn á hegðun sinni á þann hátt að þeim var gefinn kostur á að taka þátt, og misstu þá síður af því sem hópurinn var að gera. Niðurstöður rannsóknarinnar vöktu spurningar um hefðir og þemu, sem voru fastir liðir í leikskólastarfinu og virtust stangast á við hugmyndir um starfshætti í anda lýðræðis. Einnig var túlkun kennaranna á lýðræði fremur þröng, þar sem pólitísk sýn var ríkjandi en minni áhersla lögð á dyggðir sem styrkja sjálfsmynd einstaklingsins og hæfni hans til samskipta.

  • Útdráttur er á ensku

    “They need to have more freedom and to do what they themselves choose to do“. The importance of work in the spirit of democracy in preschool.
    In the preschool‘s main curriculum, issued in 2011, it is stressed that the preschool be viewed as a democratic area, where children are allowed to be actively involved in all activities. The teachers‘ roles are to make sure that all children flourish regardless of disabilities or other analyzes, also to change their practices in a way so that they can participate actively in preschool activities on their own terms. The purpose of this research was twofold: To find out how teachers can encourage the children’s participation, activity, enthusiasm and joy by keeping democracy and its views in mind and how they can change their working methods and procedures for handling children who stand out from the crowd and may sometimes find it hard to control themselves.
    Qualitative research methods were used. The researcher interviewed teachers who are developing their work towards the spirit of democracy and who focus on listening to the children’s wishes. The researcher also observed the relationship between children and teachers on site.
    The research‘s main findings were those that the teachers changed their practices towards more democracy so that the kids got to have more to say about the preschool activities. Also, the teachers changed the group activities in a way so the children got to decide more about which subjects would be worked with. The teachers gave the children more freedom and space to play and take part in activities and guided those children who had difficulty controlling their behavior in such a way that they were given the opportunity to participate, therefore not missing out on what group was doing. The research’s results raised questions about the traditions and themes, which were usual routines in preschool activities, some of which seemed to contradict the ideas of democracy. Moreover, the teachers‘ interpretations of democracy were rather narrow, where political vision was dominant but less emphasis was on virtues that strengthen the individual‘s self-esteem and his ability to communicate.

Samþykkt: 
  • 13.3.2014
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/17450


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.M.Ed. Arndís Th. Friðriksdóttir.pdf662.41 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna